Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Arsenal í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fjórtán ár
Arsenal er komið áfram
Arsenal er komið áfram
Mynd: Getty Images
David Raya varði síðustu spyrnuna frá Galeno
David Raya varði síðustu spyrnuna frá Galeno
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal 1 - 0 Porto (4-2, eftir vítakeppni)
1-0 Leandro Trossard ('41 )

Arsenal komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í fjórtán ár er liðið vann Porto eftir vítakeppni á Emirates-leikvanginum í Lundúnum í kvöld.

Mikil ákefð einkenndi lið Arsenal í byrjun leiksins og sást það að heimamenn vildu gera út um þennan leik snemma, en reynslan í liði Porto leyfði það ekki.

Kai Havertz var hársbreidd frá því að komast í dauðafæri eftir að Ben White kom með fyrirgjöf á fjærstöng en skallinn á hinum fertuga Pepe rétt náði að fleyta boltanum í burtu.

Arsenal gerði mikilvægt mark á 41. mínútu. Eftir mikla þolinmæðisvinnur skoraði Leandro Trossard eftir glæsilega sendingu Martin Ödegaard inn í teiginn. Frábær tímasetning en þetta sló Porto ekki út af laginu.

Í síðari hálfleiknum voru sénsarnir til staðar. Ödegaard kom boltanum í netið á 67. mínútu en markið var dæmt af þar sem Havertz virtist toga í treyju Pepe og þá var Diogo Costa, markvörður Porto, einnig tekinn niður í sama atviki.

Porto náði að halda út síðari hálfleikinn og tryggja sér framlengingu, þar sem liðið hafði unnið fyrri leikinn 1-0 í Portúgal.

Í framlengingunni mátti sjá að bæði lið voru hrædd við að gera mistök og gáfu því ekki færi á sér. Mehdi Taremi, framherji Porto, átti sennilega besta færið er hann skaut boltanum framhjá í fyrri hálfleik framlengingar, en annars var nokkuð rólegt yfir þessu.

Bukayo Saka komst í dauðafæri en Otavio náði að kasta sér fyrir boltann. Saka of lengi að þessu og það kostaði. Engin mörk eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni framundan.

Arsenal skoraði úr öllum fjórum spyrnum sínum á meðan Wendell skaut í stöng og David Raya varði þá frá Galeno sem kom Arsenal í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010.

Vítakeppnin:
1-0 Martin Ödegaard
1-1 Pepe
2-1 Kai Havertz
2-1 Wendell klúðrar
3-1 Bukayo Saka
3-2 Marko Grujic
4-2 Declan Rice
4-2 David Raya ver frá Galeno
Athugasemdir
banner
banner
banner