Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. mars 2024 09:49
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo og félagar úr leik í Meistaradeild Asíu - Klúðraði rosalegu færi
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og félagar í Al-Nassr frá Sádi-Aabíu voru slegnir út úr Meistaradeild Asíu þegar þeir töpuðu gegn Al-Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir vítakeppni í 8-liða úrslitum.

Al-Nassr var 1-0 undir eftir fyrri viðureignina og lenti svo samtals 3-0 undir í einvíginu en kom til baka og kom leiknum í framlengingu.

Ronaldo klúðraði rosalegu dauðafæri í leiknum, eins og sjá má hér að neðan.

Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu á 118. mínútu og jafnaði þá 4-4 svo leikurinn endaði í vítakeppni. Þar var Ronaldo eini leikmaður Al-Nassr sem skoraði úr sinni spyrnu og Al-Ain vann vítakeppnina 3-1.

Al-Nassr var þegar 2-0 undir í vítakeppninni þegar Ronaldo tók sína spyrnu. Úrslitin réðust þegar liðsfélagi hans, Otávio, klúðraði sinni spyrnu.

Hinn 39 ára Ronaldo gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner