Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 19:52
Brynjar Ingi Erluson
U16 kvenna: Jafntefli gegn Belgíu
Icelandair
Mynd: KSÍ
Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í öðrum leik sínum á UEFA Development-mótinu í dag.

Rebekka Sif Brynjarsdóttir, leikmaður Gróttu, skoraði eina mark Íslands í leiknum.

Vítaspyrnukeppni fór fram eftir lokaflautið en þar gátu liðin unnið sér inn aukastig.

Íslands vann vítakeppnina, 5-4 og fær því tvö stig úr þessum leik.

Ísland mætir Norður-Írlandi í lokaleiknum á föstudag en sá leikur hefst klukkan 16:00.

Mótið fer fram í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, en þetta voru fyrstu stig Íslands í mótinu eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum í fyrsta leiknum, 2-1. Spánn er með fullt hús stiga eftir að hafa unnið heimakonur í dag, 5-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner