Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 13. mars 2024 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yngsti markaskorari sögunnar fær nýtt hlutverk hjá Everton
Mynd: Getty Images
James Vaughan var í gær ráðinn til Everton og mun hann stýra því hvaða leikmenn félagið fær inn í unglingastarfið sitt (e. head of Academy recruitment).

Vaughan fór á sínum tíma í gegnum akademíuna hjá Everton og varð árið 2005 yngsti markaskorari í sögu úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði gegn Crystal Palace. Þá var hann 16 ára og 270 daga gamall. Hann bætti met James Milner um 86 daga.

Vaughan hefur verið hjá Everton síðan 2022 en er nú kominn í nýtt hlutverk. Áður sá hann um að hjálpa til og meta bestu kostina í stöðunni fyrir unga leikmenn þegar kom að því að fara mögulega á láni frá félaginu.

Vaughan er 35 ára og lagði skóna á hilluna árið 2021. Hann lék lengst af í Championship deildinni á sínum ferli en einnig í C- og D-deildinni eftir að hafa leikið með Everton og svo Norwich í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner