Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert valinn en hvað gerist svo? - „Ég þarf að fylgja þeim reglum"
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson er mættur aftur í landsliðshópinn og er hann í hópnum sem tekur þátt í umspilinu fyrir Evrópumótið.

Íslenska landsliðið mætir Ísrael í Búdapest í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars, fimmtudagskvöldið í næstu viku.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, hefur ekki mátt velja Albert - sem hefur verið einn besti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar - síðan síðasta sumar í ljósi þess að Albert var kærður fyrir kynferðisbrot. Það mál var fellt niður núna í febrúar og því getur Albert komið aftur inn í hópinn.

„Ég hef verið í sambandi við Albert allan tímann til að missa hann ekki alveg úr landsliðinu. Hann er mjög gíraður að koma inn og standa sig vel fyrir okkur," sagði Hareide á fréttamannafundinum.

Enn er hægt að áfrýja þeirri ákvörðun að fella málið niður og þá má Albert líklega ekki spila, samkvæmt reglum KSÍ. Hareide segist ekki vilja hugsa út í þann möguleika núna þegar búið er að velja hópinn.

„Það eru reglur hjá sambandinu og ég þarf að fylgja þeim reglum. Auðvitað væri það leiðinlegt fyrir landsliðið og Albert ef það myndi gerast. Við verðum að sjá hvað gerist," sagði Hareide.
Athugasemdir
banner
banner
banner