Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Foden maður leiksins - Muric og Muniz fá níur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Burnley
Mynd: EPA
Það fóru fimm leikir fram í enska boltanum í dag, þar sem Manchester City og Coventry City komust áfram í undanúrslit enska bikarsins.

Bernardo Silva skoraði bæði mörk Man City gegn Newcastle en Phil Foden var þó útnefndur sem besti leikmaður vallarins í einkunnagjöf Sky Sports.

Ríkjandi meistarar í Man City tryggðu sér þátttöku í undanúrslitum bikarsins sjötta árið í röð með þessum sigri, sem er nýtt met á Englandi.

Úlfarnir biðu þá lægri hlutar á heimavelli gegn Championship-liði Coventry, sem vann eftir ótrúlega dramatískan lokakafla. Haji Wright var besti leikmaður vallarins með 8 í einkunn, alveg eins og Ellis Simms sem skoraði og lagði upp til að snúa stöðunni við í uppbótartíma.

Hinir þrír leikir dagsins voru í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Rodrigo Muniz var bestur á Craven Cottage í 3-0 sigri Fulham gegn Tottenham. Muniz skoraði tvennu í sigrinum og fær 9 í einkunn fyrir sinn þátt.

Arijanet Muric var þá besti leikmaður vallarins í 2-1 sigri Burnley gegn tíu leikmönnum Brentford, þar sem markvörðurinn þurfti að taka á honum stóra sínum til að bjarga stigunum. Muric varði ótrúlega vel til að gefa Burnley vonarneista í fallbaráttunni.

Sergio Reguilón, vinstri bakvörður Brentford, var skúrkurinn þar sem hann braut af sér innan vítateigs og fékk rautt spjald fyrir vikið. Hann skildi liðsfélaga sína þar með eftir einum leikmanni færri og einu marki undir.

Man City: Ortega (7), Walker (7), Dias (7), Akanji (7), Gvardiol (7), Rodri (7), Silva (8), Kovacic (7), Doku (7), Foden (8), Haaland (6).
Varamaður: Bobb (6)

Newcastle: Dubravka (6), Murphy (6), Schar (6), Botman (5), Lascelles (5), Burn (5), Guimaraes (6), Longstaff (5), Willock (5), Isak (5), Gordon (6).
Varamenn: Hall (6), Almiron (6), Anderson (6), Miley (6), Krafth (6)



Wolves: Sa (7), Semedo (6), S Bueno (5), Kilman (6), Toti (5), Ait-Nouri (8), Lemina (5), Gomes (6), Doyle (6), Sarabia (5), Fraser (5).
Varamenn: Doherty (6), Chiwome (6), H Bueno (7).

Coventry: Collins (7), Van Ewijk (8), Thomas (7), Latibeaudiere (6), Kitching (7), Eccles (7), Sheaf (7), Bidwell (7), Palmer (7), Wright (8), Simms (8).
Varamenn: O'Hare (7)



Fulham: Leno (7), Castagne (8), Tosin (7), Bassey (8), Robinson (8), Palhinha (8), Lukic (8), Pereira (7), Willian (8), Muniz (9), Iwobi (8).
Varamenn: Tete (6), Reed (5), Jimenez (6), Wilson (6),Cordova Reid (5).

Tottenham: Vicario (6), Porro (5), Romero (5), Dragusin (5), Udogie (5), Sarr (5), Bissouma (5), Kulusevski (5), Maddison (5), Johnson (5), Son (5).
Varamenn: Hojbjerg (6), Richarlison (5), Royal, Werner (5), Bentancur (5).



Burnley: Muric (9), Assignon (7), O'Shea (7), Esteve (7), Taylor (7), Vitinho (8), Berge (7), Cullen (7), Odobert (7), Fofana (7), Bruun Larsen (7)
Varamenn: Amdouni (6), Foster (6), Brownhill (6)

Brentford: Flekken (6), Roerslev (6), Zanka (5), Ajer (6), Collins (7), Reguilon (3), Onyeka (6), Janelt (6), Jensen (6), Wissa (5), Toney (6)
Varamenn: Mbeumo (7), Lewis-Potter (5), Maupay (6), Yarmoluik (6), Baptiste (6)



Luton: Kaminski (6), Burke (7), Mengi (7), Kabore (5), Ogbene (6), Mpanzu (6), Barkley (6), Doughty (6), Clark (5), Chong (5), Morris (6).
Varamenn: Woodrow (5), Townsend (6), Berry (n/a).

Nott. Forest: Sels (7), Williams (7), Boly (6), Murillo (7), Toffolo (6), Yates (7), Sangare (6), Origi (6), Gibbs-White (7), Elanga (6), Wood (7).
Varamenn: Hudson-Odoi (6), Felipe (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner