Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 17:35
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Árborg skoraði átta - Mídas sigraði Hafnir
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í C-deild Lengjubikars karla, þár sem Árborg vann stórsigur gegn SR á meðan Mídas og Smári unnu einnig heimaleiki.

Árborg gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk gegn Skautafélagi Reykjavíkur, þar sem Kristinn Sölvi Sigurgeirsson og Kristinn Ásgeir Þorbergsson settu sitthvora tvennuna.

Árborg lýkur því riðlakeppninni með 13 stig eftir 5 umferðir og er nánast búið að tryggja sér toppsæti síns riðils. KFR getur jafnað Árborg á stigum en þarf að vinna afar stóra sigra í lokaumferðunum til að toppa markatöluna hjá nágrönnum sínum.

Smári lagði þá Létti að velli í botnslag sama riðils, þar sem Reynir Thelmuson skoraði það sem reyndist vera sigurmark Smára.

Að lokum vann Mídas 2-1 sigur í hörkuslag gegn Höfnum, en liðin voru jöfn á stigum í 2.-3. sæti síns riðils fyrir innbyrðisviðureignina.

Árborg 8 - 2 SR
1-0 Adam Örn Sveinbjörnsson ('6 )
2-0 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('8 )
3-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('14 )
3-1 Isaac Kwateng ('16 , Mark úr víti)
3-2 Benedikt Svavarsson ('18 )
4-2 Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('29 )
5-2 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('31 )
6-2 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('33 )
7-2 Aron Freyr Margeirsson ('72 )
8-2 Ævar Már Viktorsson ('89 )

Smári 3 - 2 Léttir
0-1 Ómar Atli Sigurðsson ('13 )
1-1 Ísak Eyþór Guðlaugsson ('23 )
2-1 Kári Snorrason ('26 , Mark úr víti)
3-1 Reynir Thelmuson ('28 )
3-2 Bjarki Bergsveinsson ('78 , Sjálfsmark)

Mídas 2 - 1 Hafnir
1-0 Adrían Elí Þorvaldsson ('19 )
1-1 Max William Leitch ('25 )
2-1 Hilmir Hreiðarsson ('59 )
Athugasemdir
banner
banner