Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Slæm töp fyrir Halmstad og Bolton
Mynd: Atromitos
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það komu ýmsir Íslendingar við sögu í leikjum víðs vegar um Evrópu í dag, þar sem Samúel Kári Friðjónsson kom inn af bekknum í 3-2 sigri Atromitos gegn Giannina í efstu deild gríska boltans.

Atromitos siglir lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar, ólíkt OFI Crete sem er aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá Krítarliðinu en var ekki í hóp í markalausu jafntefli í dag.

Birnir Snær Ingason var þá í byrjunarliði Halmstad sem tók á móti Malmö í undanúrslitum Svenska Cupen og steinlá. Staðan var markalaus í leikhlé en Erik Botheim og félagar gjörsamlega rúlluðu yfir Halmstad í síðari hálfleiknum og skópu fjögurra marka sigur til að tryggja sig í úrslitaleikinn, þar sem þeir munu annað hvort spila við AIK eða Djurgården.

Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 77 mínúturnar í byrjunarliði Bolton í toppslag í þriðju efstu deild enska boltans, en eina mark leiksins kom beint eftir að Jóni Daða var skipt af velli. Derby vann 1-0 og situr í öðru sæti League One deildarinnar, með fjögurra stiga forystu á Bolton þegar liðin eiga enn eftir að spila sjö umferðir. Annað sætið veitir þátttökurétt í Championship deildina á næstu leiktíð.

Í efstu deild belgíska boltans steinlá fallbaráttulið Eupen á útivelli gegn Standard Liege í lokaumferð venjulegs deildartímabils, en nú hefjast úrslitakeppnirnar.

Eupen er í þriðja neðsta sæti sem stendur, með 24 stig eftir 30 umferðir. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar á meðan Alfreð Finnbogason fékk að spreyta sig á lokakaflanum í 4-0 tapi.

Að lokum fóru æfingaleikir fram þar sem Viðar Ari Jónsson byrjaði í markalausu jafntefli HamKam gegn Sarpsborg á meðan Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði Start í 3-2 sigri gegn Sandnes. Þá gerðu Júlíus Magnússon og félagar í Fredrikstad 1-1 jafntefli við KFUM Oslo.

Atromitos 3 - 2 Giannina

Kifisia 0 - 0 OFI Crete

Halmstad 0 - 4 Malmö

Derby 1 - 0 Bolton

Standard Liege 4 - 0 Eupen

Fredrikstad 1 - 1 KFUM Oslo

Ham-Kam 0 - 0 Sarpsborg

Start 3 - 2 Sandnes

Athugasemdir
banner
banner
banner