Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn San Marínó geta skrifað sig á spjöld sögunnar
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það eru næstum því liðin 17 ár síðan Matteo Vitaioli, fyrirliði landsliðs San Marínó í fótbolta, spilaði sinn fyrsta landsleik en hann hefur aldrei bragðað á sigri spilandi fyrir þjóð sína.

Vitaioli hefur aðeins skorað 1 mark í 91 landsleik fyrir San Marínó, þrátt fyrir að spila sem framherji.

Það eru liðin rétt tæplega 20 ár síðan San Marínó vann eina landsleikinn í sögu sinni, sem var 1-0 sigur í æfingaleik gegn Liechtenstein í apríl 2004.

San Marínó er versta fótboltalandslið í heimi samkvæmt styrkleikalista FIFA en þetta örríki fær tækifæri til að krækja sér í nokkur stig í komandi landsleikjahléi, þegar Sankti Kitts og Nevis kíkir í heimsókn til að spila tvo vináttulandsleiki.

Sankti Kitts og Nevis er ein af verstu fótboltaþjóðunum í Karíbahafinu en er þó 63 sætum fyrir ofan San Marínó á styrkleikalistanum.

„Þetta er okkar helsta markmið, að vinna fótboltaleik," segir Vitaioli, sem er 34 ára gamall. „Það væri sögulegt fyrir okkur að sigra annan þessara leikja.

„Þetta er kjörið tækifæri til að skrifa okkur á spjöld sögunnar. Ef okkur tekst að sigra þá verður munað eftir okkur ennþá árið 2050 útaf því að það gerist svo sjaldan."


Leikirnir gegn Sankti Kitts og Nevis fara fram annað kvöld og sunnudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner