Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Telur að Guardiola snúi aftur til Barcelona
Mynd: EPA
Fyrrum miðvörðurinn Gerard Pique er handviss um að Pep Guardiola eigi eftir að snúa aftur til Barcelona í framtíðinni.

Guardiola er fæddur og uppalinn í Barcelona. Hann spilaði upp alla yngri flokka með félaginu og síðar með aðalliðinu áður en hann hélt út fyrir landsteinanna.

Hann snéri aftur til Barcelona sem þjálfari og tók þar við varaliðinu áður en hann var gerður að þjálfara aðalliðsins. Þar átti hann eftir að gera Barcelona að besta liði heims þau fjögur ár sem hann stýrði því.

Guardiola fór þaðan til Þýskalands til að taka við Bayern München og svo til Englands fjórum árum síðar til að stýra Manchester City.

Spánverjinn hefur eytt síðustu átta árum á Englandi en Pique, sem spilaði undir stjórn Guardiola, telur að hann muni snúa aftur heim.

„Þú þyrftir að spyrja hann. Ég tala stundum við hann og ég er viss um að hann vilji snúa aftur til Barcelona og stuðningsmennirnir eru á sama máli,“ sagði Pique í viðtali við Times.
Athugasemdir
banner
banner
banner