Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Bayern reiðubúið til að selja Kimmich
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sky í Þýskalandi greinir frá því að FC Bayern sé reiðubúið til að selja Joshua Kimmich næsta sumar, en þessi fjölhæfi miðjumaður á tæplega 18 mánuði eftir af samningi sínum við þýska stórveldið.

Kimmich er 29 ára gamall og hóf ferilinn sem varnarsinnaður miðjumaður eða miðvörður en þróaðist fljótt út í hægri bakvörð og varð frægur fyrir frammistöðu sína í þeirri stöðu. Hann hefur þó aðallega leikið sem miðjumaður á undanförnum árum.

Ensku titilbaráttuliðin Arsenal, Liverpool og Manchester City eru öll sögð vera áhugasöm um Kimmich sem verður ekki seldur með miklum afslætti.

Kimmich er sagður vera áhugasamur um að reyna fyrir sér hjá nýju félagi enda hefur hann verið hjá Bayern í tæplega níu ár.

Kimmich, sem á 82 leiki að baki fyrir A-landslið Þýskalands, er einnig sagður vera eftirsóttur af Real Madrid, Barcelona, PSG, Manchester United og Chelsea.

Leikmaðurinn er þó ekki reiðubúinn til að spila fyrir Man Utd eða Chelsea útaf vandræða í baráttunni um meistaradeildarsæti, eða PSG vegna alltof lítillar áskorunar í frönsku deildinni.

Kimmich hefur í heildina spilað 378 keppnisleiki fyrir aðallið FC Bayern, en þar áður var hann hjá RB Leipzig í neðri deildunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner