Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. mars 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon um Fabrizio Romano: Fyndið hvað hann er með þetta rétt
Icelandair
Mynd: Brentford

Hákon Rafn Valdimarsson landsliðsmarkvörður gekk til liðs við Brentford í janúar en það var svo sannarlega slegist um hann.


Fabrizio Romano greindi frá því að FC Kaupmannahöfn og Aston Villa hafi boðið í hann en Brentford kom inn á síðustu sundu og tók Hákon ákvörðun um að ganga til liðs við félagið frá sænska liðinu Elfsborg.

Hákon er í Búdapest með landsliðinu en liðið mætir Ísrael í umspili um sæti á EM á morgun. Fótbolti.net ræddi við hann á hóteli landsliðsins í Búdapest.

Hann var meðal annars spurður að því hvernig væri að sjá Romano skrifa um sig.

„Það var bara fínt. Það er bara fyndið hvað hann er með þetta rétt. Ég held að hann sé alltaf með þetta rétt, annars væri hann ekki svona frægur og virtur," sagði Hákon.


Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Athugasemdir
banner
banner
banner