Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Neitar því að hafa greitt tryggingu Dani Alves
Mynd: Getty Images
Faðir brasilíska fótboltamannsins Neymar hefur neitað því alfarið að hafa greitt tryggingu til að fá Dani Alves lausan úr fangelsi.

Alves var í síðasta mánuði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á skemmtistað í Barcelona, en atvikið átti sér stað í desember fyrir tveimur árum.

Brasilíumaðurinn áfrýjaði dómnum en hann hefur þegar afplánað hluta af tíma sínum.

Spænskir dómstólar hafa samþykkt að láta Alves lausan gegn tryggingu á meðan beðið er eftir niðurstöðu úr áfrýjuninni en til þess þurfti að greiða eina milljón evra í tryggingu.

Fjölmiðlar í Brasilíu og Spáni hafa fullyrt það að faðir Neymar hafi greitt trygginguna, en hann hefur vísað þeim fréttum til föðurhúsanna.

„Eins og allir vita þá hjálpaði ég Dani Alves í fyrstu, en það tengdist ekki málinu. Á þessu augnabliki, sem eru allt aðrar aðstæður en þær fyrri, þar sem spænskir dómstólar hafa þegar ákveðið sakfellingu, er nú verið að tengja nafn mitt og sonar míns við mál sem er ekki lengur í okkar höndum. Ég vona að Daniel finni svörin sem hann og fjölskylda hans eru að leita að. Málinu er lokið að minni hálfu og að hálfu fjölskyldu minnar“ sagði Neymar eldri á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner
banner