Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. mars 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segir að franska fótboltasambandið sé búið að banna Ramadan
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Franski fréttamaðurinn Djamel Mazi hefur verið að safna miklu fylgi á samfélagsmiðlinum X og þykir einn af áreiðanlegri fréttamönnum franska boltans í dag.

Hann greinir frá því að franska fótboltasambandið sé búið að banna landsliðsmönnum Frakklands að fasta í Ramadan mánuðinum sem stendur nú yfir.

Þetta kemur mjög á óvart þar sem verið er að mismuna leikmönnum eftir trúarbrögðum, en í Ramadan mánuði þá fasta múslimar frá sólarupprás til sólseturs.

Þetta þýðir að iðkendur trúarinnar mega hvorki neyta matar né drykkjar yfir daginn, sem getur haft áhrif á líkamlega getu þeirra þegar kemur að íþróttakeppnum á háu stigi. Ramadan mánuðurinn endist í 28 daga og eru til rannsóknir sem sýna fram á að múslimskt íþróttafólk stendur sig almennt verr í sínum greinum því lengra sem líður á Ramadan.

Það eru þó til mörg dæmi um stórstjörnur sem iðka múslimstrú og hafa átt ótrúlega góðar frammistöður í Ramadan mánuðinum. Þar er hægt að nefna Karim Benzema og N'Golo Kanté úr fótboltaheiminum og NBA körfuboltamenn á borð við Kyrie Irving og Hakeem Olajuwon.

Þessi ákvörðun franska fótboltasambandsins hefur ekki verið staðfest, en reynist hún sönn gæti það orðið mikill skandall þar í landi og víðar.

Djamel segir að múslimar sem neiti að verða við því að svíkja trú sína með því að hætta að fasta fái ekki að spila í landsleikjahlénu.
Athugasemdir
banner
banner