Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cristofer Rolin að ganga í raðir Þróttar
Lengjudeildin
Cristofer Moises Rolin.
Cristofer Moises Rolin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Cristofer Rolin er að ganga í raðir Þróttar í Reykjavík samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Rolin er þrítugur að aldri og er uppalinn á Spáni en hann á ættir sínar að rekja til Miðbaugs-Gíneu.

Hann hefur spilað á Íslandi frá 2019 en hann kom hingað fyrst til að spila með Skallagrími. Það sumar skoraði hann sjö mörk í 21 leik í 3. deildinni.

Hann fór svo í Sindra þar sem hann skoraði átta mörk í ellefu leikjum í sömu deild.

Rolin hefur undanfarin þrjú tímabil spilað með Ægi í Þorlákshöfn og hjálpaði hann liðinu að komast úr 3. deild og upp í Lengjudeildina. Í fyrra spilaði hann 16 leiki og skoraði eitt mark í Lengjudeildinni.

Þróttur hafnaði í áttunda sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili en Sigurvin Ólafsson tók við liðinu i vetur.
Athugasemdir
banner