Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verðandi leikmaður Chelsea í veseni eftir að hann sást á nektarklúbbi
Kendry Paez.
Kendry Paez.
Mynd: Chelsea
Kendry Paez er ungur leikmaður sem stuðningsmenn Chelsea binda miklar vonir við, en hann er núna í vandræðum.

Paez er nefnilega til rannsóknar hjá knattspyrnusambandinu í Ekvador eftir að það sást til hans á nektarklúbbi á meðan hann var í landsliðsverkefni.

Paez er aðeins 16 ára gamall en hann sást á myndbandi með tveimur liðsfélögum sínum á nektarklúbbi í New York í Bandaríkjunum.

Myndbandið fór í dreifingu eftir að Paez kom inn á sem varamaður í vináttulandsleik í 2-0 tapi gegn Ítalíu síðastliðinn sunnudag.

Þú þarft að vera orðinn 21 árs gamall til að drekka áfengi í Bandaríkjunum og þú þarft líka að vera orðinn 21 árs til að fara inn á nektarklúbb þar í landi.

Knattspyrnusambandið í Ekvador segist vera með myndbandið inn á borði hjá sér og það er til rannsóknar. Paez gæti fengið refsingu en á vefsíðu sambandsins er talað um að leikmenn geti fengið stóra sekt og langt bann, allt að tveggja ára bann.

Paez mun ganga formlega í raðir Chelsea sumarið 2025 þegar hann verður 18 ára gamall.
Athugasemdir
banner