Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 10:37
Brynjar Ingi Erluson
Nice búið að setja verðmiða á Todibo
Mynd: EPA
Franska félagið Nice vill fá 40 milljónir punda fyrir varnarmanninn Jean-Clair Todibo í sumar en þetta segir Fabrizio Romano á X í dag.

Todibo, sem er varafyrirliði Nice, verður einn eftirsóttasti varnarmaðurinn á markaðnum í sumar.

Hann hefur verið að gera góða hluti í frönsku deildinni en Manchester United er meðal þeirra félaga sem eru að skoða það að fá hann.

Romano segir á X að Nice vilji fá 40 milljónir punda fyrir franska landsliðsmanninn en það er verðmiði sem United ættti vel að geta ráðið við.

Nice er í eigu Sir Jim Ratcliffe, sem keypti einmitt rúman 27 prósent hlut í Manchester United í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner