Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. mars 2024 13:54
Brynjar Ingi Erluson
Óljóst hvort Jorginho verði áfram hjá Arsenal á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Joao Santos, umboðsmaður ítalska miðjumannsins Jorginho mun ræða við Arsenal á næstu mánuðum en leikmaðurinn verður samningslaus eftir þetta tímabil.

Jorginho, sem kom til Arsenal frá Chelsea á síðasta ári, hefur spilað stóra rullu á miðsvæðinu á leiktíðinni.

Thomas Partey hefur misst af stórum hluta tímabilsins og fékk því Jorginho meiri spiltíma.

Þar hefur hann verið einn af mikilvægustu mönnum liðsins en óljóst er hvað hann gerir eftir tímabilið.

Samningur hans rennur út en enskir miðlar halda því fram að Arsenal eigi möguleika á að framlengja samninginn um annað ár, en ekki er ljóst hvort sú klásúla sé þó enn í gildi.

„Hann er að renna út á samningi hjá Arsenal en við munum ræða við félagið því honum gengur vel þar. Það er að segja ef þeir þurfa á honum að halda fyrir næsta tímabil,“ sagði umboðsmaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner