Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 17. maí 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars á leið í stórt starf hjá Gent
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands er að taka við starfi sem íþróttastjóri belgíska félagsins Gent.

Fjölmiðlamaðurinn Sacha Tavolieri greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X. Arnar hefur starfað sem þjálfari unglingaliðs Gent.

Arnar var rekinn sem landsliðsþjálfari í fyrra en hann hafði einnig starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ.

Arnar hefur lengi búið í Belgíu en þar lék hann á atvinnumannaferlinum og stýrði svo Cercle Brugge og var bráðabirgðastjóri hjá Lokeren.


Athugasemdir
banner