Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 17. maí 2024 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maguire vill að VAR verði bara notað í rangstöðum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Harry Maguire varnarmaður Manchester United vill sjá miklar breytingar á notkun VAR í ensku úrvalsdeildinni

Wolves lagði formlega fram ályktun sem gerir það að verkum að kosið verður um framtíð VAR þann 6. júní. Félagið segir að VAR hafi haft neikvæðar afleiðingar fyrir upplifun stuðningsmanna.


Maguire er á því að VAR eigi að hætta að skipta sér að vítaspyrnudómum og rauðum spjöldum.

„Það verða skiptar skoðanir á þessu, ég held að margir vilji halda því. Það er vinsælt að vera á móti því. Það þarf að framkvæma þetta betur," sagði Maguire.

„Ég myndi vilja halda VAR bara til að skera úr um rangstöðu. Ég myndi vilja losna við það ef um er að ræða eitthvað matsatriði. Rangstöður eru staðreyndir ekki huglægar. Það er erfitt að tapa leikjum á rangstöðu þegar leikmaður er tveimur til þremur metrum fyrir innan."

Enska úrvalsdeildin ætlar að taka upp hálfsjálfvirka rangstöðutækni frá og með næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner