Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 17. maí 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
20 þúsund manns fögnuðu með Rúnari - „Einstök upplifun"
'Það hlupu allir inn á völlinn, það hefði verið vesen að senda alla til baka og klára síðustu mínútuna'
'Það hlupu allir inn á völlinn, það hefði verið vesen að senda alla til baka og klára síðustu mínútuna'
Mynd: Getty Images
'Svo skora ég, allir að fagna en góðum fimm sekúndum síðar reisir línuvörðurinn upp flaggið.'
'Svo skora ég, allir að fagna en góðum fimm sekúndum síðar reisir línuvörðurinn upp flaggið.'
Mynd: Getty Images
'Á sunnudaginn var aðalfögnuðurinn, fórum inn í bæ og það var eitthvað um 20 þúsund manns sem fögnuðu með okkur.'
'Á sunnudaginn var aðalfögnuðurinn, fórum inn í bæ og það var eitthvað um 20 þúsund manns sem fögnuðu með okkur.'
Mynd: Willem II
'Ég ætla ekkert að ljúga, þetta tók alveg á.'
'Ég ætla ekkert að ljúga, þetta tók alveg á.'
Mynd: Willem II
'Þegar við förum að spila í efstu deild þá held ég að ég fái alveg fullt af tækifærum.'
'Þegar við förum að spila í efstu deild þá held ég að ég fái alveg fullt af tækifærum.'
Mynd: Willem II
'Það er þvílíkt næs að hafa klárað þetta núna og þurfa ekki að fara í umspilið.'
'Það er þvílíkt næs að hafa klárað þetta núna og þurfa ekki að fara í umspilið.'
Mynd: Willem II
'Maður finnur það á öllu hérna að það eru allir mjög glaðir með þetta.'
'Maður finnur það á öllu hérna að það eru allir mjög glaðir með þetta.'
Mynd: Willem II
Það var mikil stemning á heimavelli Willem II síðasta föstudag.
Það var mikil stemning á heimavelli Willem II síðasta föstudag.
Mynd: Willem II
'Ég er búinn að vera með þá hugsun frá því að ég mætti hingað.'
'Ég er búinn að vera með þá hugsun frá því að ég mætti hingað.'
Mynd: Willem II
Rúnar Þór Sigurgeirsson varð um síðustu meistari með liði sínu Willem II í Hollandi. Liðið vann B-deildina og verður því í Eredivisie á komandi tímabili. Rúnar er vinstri bakvörður sem félagið keypti frá Öster síðasta haust og var hann lengi vel í lykilhlutverki í liðinu.

Síðustu tvo mánuðina var hann hins vegar mikið á bekknum en var svo í byrjunarliðinu í lokaleiknum gegn Telstar síðasta föstudag.

„Við kláruðum að tryggja okkur upp í umferðinninni á undan, þá var smá partý. Það var útileikur og þegar við komum til baka þá var stútfullt af fólki á vellinum. Við fórum upp á svið á vellinum og það var vel fagnað. Núna síðasta föstudag var þetta svipað en á sunnudaginn var aðalfögnuðurinn, fórum inn í bæ og það var eitthvað um 20 þúsund manns sem fögnuðu með okkur. Þetta var einstök upplifun," sagði Rúnar við Fótbolta.net í vikunni.
Hvernig var að klára titilinn?

„Þetta var stórt augnablik. Við lendum 0-2 undir og vissum ekki alveg stöðuna í hinum leiknum, vildum klára okkar, það er skemmtilegra að fagna þegar maður vinnur. Við komum miklu betur inn í seinni hálfleikinn og skorum fljótlega. Svo skora ég, allir að fagna en góðum fimm sekúndum síðar reisir línuvörðurinn upp flaggið. Þetta var eftir hornspyrnu og þá var víst einn af okkar mönnum fyrir markverðinum, var þar í rangstöðu. Ég vissi ekki fyrr en eftir leikinn hvað hefði verið dæmt á. Þegar við jöfnuðum þá fengum við skilaboð um að Gröningen væri 2-0 yfir og sú staða þýddi að við værum komnir með titilinn."

„Dómarinn var tvisvar búinn að þurfa stoppa leikinn og senda stuðningsmenn aftur upp í stúku því þeir voru alveg komnir að vellinum. Þremur mínútum var bætt við leikinn, við skoruðum á ca. 92:10 sigurmarkið og þá flautaði dómarinn bara af. Það hlupu allir inn á völlinn, það hefði verið vesen að senda alla til baka og klára síðustu mínútuna."

Markmiðið hjá Willen II var að fara upp úr deildinni. Hversu stórt er að vinna deildina?

„Maður finnur það á öllu hérna að það eru allir mjög glaðir með þetta. Þetta var markmiðið en hægara sagt en gert. Það eru mörg stór lið í þessari deild. Fyrir nokkrum árum var t.d. Arjen Robben að spila með Gröningen. Gröningen og Willem eru kannski ekkert lið sem eiga að vera í B-deildinni, þau eiga heima í efstu deild - og sama má segja um fleiri lið í deildinni."

„Það er þvílíkt næs að hafa klárað þetta núna og þurfa ekki að fara í umspilið. Það getur tekið á andlega, sérstaklega eftir að hafa verið lengi í efsta sæti. Það hefði verið þungt högg að enda kannski í 3. sæti og þurfa að fara í umspil."

Tekið á að sitja á bekknum
Rúnar datt út úr byrjunarliðinu eftir tap Willem II gegn FC Emmen í byrjun mars. Hann hafði einungis tvisvar sinnum komið inn á af bekknum frá því að hann missti sætið sitt í liðinu þar til að hann byrjaði svo lokaleikinn. Alls voru leikirnir átta á bekknum og einu sinni var hann ekki í hóp.

„Ég ætla ekkert að ljúga, þetta tók alveg á. Gæinn sem kom inn fyrir mig spilaði rosalega vel. Það er ekki það að ég hafi verið að spila eitthvað illa, ég var að spila vel í langflestum leikjunum. Það var kannski leikurinn áður en ég var tekinn út. Þá átti ég ekki minn besta leik. Þá kannski sá þjálfarinn tækifæri á að prófa eitthvað nýtt."

Ætlar sér að koma sér aftur í byrjunarliðið
Willem II keypti Rob Nizet frá Lommel í janúarglugganum og hefur hann leikið vel eftir að hann tók við vinstri bakvarðarstöðunni af Rúnari.

„Hann kom inn af því að sá sem var að berjast við mig sleit krossband í æfingaleik í janúar. Félagið vildi fá inn annan upp á samkeppnina. Ég sá það frá fyrstu æfingu að hann var með gæði og þegar hann fór að spila þá sá maður það ennþá betur. Sem fótboltamaður viltu spila alla leiki, en ég er mjög sáttur að liðinu tókst að klára dæmið. Þegar liðið er að vinna flesta leiki þá er þjálfarinn eðlilega ekki alltaf að skipta."

„En þegar við förum að spila í efstu deild þá held ég að ég fái alveg fullt af tækifærum."


Horfir þú á að það verði samkeppni við Nizet á undirbúningstímabilinu sem þú ætlar að vinna og byrja fyrsta leik í Eredivisie?

„100%. Ég er búinn að vera með þá hugsun frá því að ég mætti hingað. Gæinn sem var í vinstri bakverðinum þegar ég kem (Niels van Berkel) var búinn að spila vel. Hann átti einn lélegan leik og þá kem ég inn. Hlutirnir í fótbolta eru fljótir að breytast. Stundum er maður hetjan og stundum er maður skúrkurinn. Maður þarf bara að taka dag fyrir dag í þessu og hafa trú á sjálfum sér."

Stærra augnablik að spila fyrsta landsleikinn
Það að fara upp úr deildinni með Willem II, er það stærsta afrekið á ferlinum?

„Það er það kannski í heildina, en þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik, það var stærra augnablik fyrir mig."

Möguleikinn góður á landsliðssæti
Leikmaður sem spilar í Eredivisie gerir einhvern veginn sjálfkrafa tilkall í að vera í landsliðinu. Hvernig sér Rúnar möguleikann á landsliðssæti fyrir sér?

„Ég reyni að gera mitt. Auðvitað vill maður spila fyrir Ísland og ég er alltaf tilbúinn ef að kallið kemur. En aftur á móti þá eru alveg góðir leikmenn í þessu. Kolbeinn (Birgir Finnsson), Logi (Tómasson), Gummi Tóta og Davíð Kristján (Ólafsson). Þetta eru fjórir mjög góðir leikmenn. Ef ég spila einhverja leiki í Eredivisie þá tel ég möguleikana mína á landsliðssæti vera góða," sagði Rúnar.


Athugasemdir
banner
banner