Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fös 17. maí 2024 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arne Slot tekur við Liverpool (Staðfest)
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Hollendingurinn Arne Slot hefur staðfest að hann verði stjóri Liverpool á næsta tímabili. Hann skrifaði í dag undir samning hjá enska félaginu.

Hann stígur í þau stóru fótspor að taka við liðinu af Jurgen Klopp. Sá þýski hefur stýrt Liverpool við frábæran orðstír frá því í október 2015 en hann kveður núna um helgina.

„Ég get staðfest að ég verð stjóri Liverpool á næsta tímabili," sagði Slot við fréttamenn í dag.

Slot stýrir sínum síðasta leik hjá Feyenoord gegn Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann hefur stýrt Feyenoord í þrjú ár og vann hann hollensku úrvalsdeildina með liðinu á síðustu leiktíð. Þá varð liðið bikarmeistari í ár.

Liverpool mætir Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og er það síðasti leikur Klopp með liðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner