Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spurður út í tvo framherja úr Bestu deildinni - „Þá kannski hringi ég í hana"
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, er ánægður með það hvernig Besta deild kvenna hefur farið af stað í sumar. Hann segir deildinna hafa farið vel af stað, margt jákvætt í leikjum og þeir skemmtilegir.

Hann segir líka marga leikmenn spila vel og gert tilkall í að vera í landsliðshópnum. „Það er jákvæður hausverkur fyrir þjálfara. Það er það sem ég vil sjá," sagði Þorsteinn.

„Ég vil að það séu möguleikar í stöðunni fyrir okkur og að leikmenn séu að ýta við manni."

Hann var þá spurður út í tvo sóknarmenn úr deildinni. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur farið frábærlega af stað í sóknarlínu Breiðabliks og hefur gert sex mörk í deildinni til þessa.

„Vigdís Lilja er búin að standa sig vel og vonandi heldur hún því áfram," sagði Þorsteinn.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er þá að koma til baka eftir barnseign, en hún hefur komið inn af bekknum í síðustu tveimur leikjum Vals. Hún er með mikla reynslu úr landsliðinu.

„Berglind þarf nú að koma sér í gang almennilega áður en hún á einhvern möguleika á að komast í hópinn. Hún þarf að spila reglulega og komast í gott stand. Þá kannski hringi ég í hana. Það er hvatning fyrir leikmenn að vera valin í landsliðið en á bak við það er alltaf vinna og þú þarft að leggja mikið á þig til að komast í þennan hóp. Þannig viljum við hafa það," sagði Þorsteinn.
Athugasemdir
banner