Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fös 17. maí 2024 12:58
Elvar Geir Magnússon
„Óskum þess að West Ham hjálpi okkur að uppfylla drauminn“
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka og Arteta.
Bukayo Saka og Arteta.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudag og þá ræðst hvort Manchester City verði Englandsmeistari fjórða árið í röð eða Arsenal takist að landa titlinum.

Manchester City er með tveggja stiga forystu á Arsenal fyrir lokaumferðina. City fær West Ham í heimsókn á sama tíma og Arsenal tekur á móti Everton. Arsenal þarf sigur og að vonast til þess að City vinni ekki sinn leik.

Mikel Arteta stjóri Arsenal segir mikla spennu fyrir lokaumferðinni.

„Nú er komið að mikilvægustu stundinni. Við erum spenntir og getum ekki beðið eftir sunnudeginum. Við erum mjög bjartsýnir á jákvæða útkomu," segir Arteta.

„Vonin er til staðar. Við þurfum að klára okkar verkefni því það verður erfitt að mæta Everton. Svo þurfum við að óska þess að West Ham eigi virkilega góðan dag og hjálpi okkur að uppfylla drauminn."

David Moyes, stjóri West Ham, var stjóri Everton þegar Arteta lék með félaginu. Arteta var spurður að því hvort hann hefði spjallað við Moyes.

„Ég þarf þess ekki. Hann hefur hjálpað mér og verið mikilvægur, bæði á leikmannaferlinum og stjóraferlinum. Hann getur hjálpað okkur að láta minn persónulega draum rætast. Það eru allir andstæðingar í deildinni erfiðir og West Ham er gott lið sem getur alveg rétt okkur hjálparhönd."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner