Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fös 17. maí 2024 14:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég valdi bara ekki Öglu Maríu"
Icelandair
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Agla María Albertsdóttir hefur einn besti leikmaður Bestu deildarinnar til þessa. Hún hefur verið virkilega góð í liði Breiðabliks sem hefur unnið fyrstu fimm leiki sína, en er þrátt fyrir það ekki í landsliðshópnum fyrir mikilvæga leiki gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins.

Agla María gaf ekki kost á sér í hópinn af persónulegum ástæðum í febrúar og var heldur ekki með í síðasta verkefni.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði á fréttamannafundi í dag að hann hefði einfaldlega ekki valið Öglu Maríu í hópinn.

„Ég valdi bara ekki Öglu Maríu," sagði Þorsteinn á fundinum og var hann svo spurður frekar út í það.

„Ég valdi bara aðra leikmenn, það er ekkert flóknara en það. Ég valdi hana bara ekki í þetta skiptið og það er ekkert fleira um það að segja."

Agla María er kantmaður sem er fædd árið 1999, en hún hefur leikið 58 A-landsleiki og skorað í þeim fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner