Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Meiddur De Jong í hollenska EM hópnum - Mæta Íslandi
De Jong er í hollenska hópnum.
De Jong er í hollenska hópnum.
Mynd: EPA
Ronald Koeman.
Ronald Koeman.
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong miðjumaður Barcelona er í 30 manna leikmannahópi Hollands fyrir EM 2024. Hann hefur verið fjarverandi vegna ökklameiðsla í næstum mánuð en mun fá tækifæri til að sýna að hann verði klár í slaginn fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði.

Holland mun mæta Kanada og Íslandi í vináttulandsleikjum fyrir mótið. Leikurinn gegn Íslandi fer fram í Rotterdam þann 10. júní.

Georginio Wijnaldum, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Al-Ettifaq, er í hópnum en hann var kallaður til baka í mars eftir níu mánaða fjarveru frá landsliðinu.

Þrír leikmenn Liverpool eru í hópnum; varnarmaðurinn Virgil van Dijk, miðjumaðurinn Ryan Gravenberch og sóknarmaðurinn Cody Gakpo.

Jurrien Timber varnarmaður Arsenal er ekki í hópnum en fækkað verður í 26 leikmenn þann 29. maí. Þá mun landsliðsþjálfarinn Ronald Koeman opinbera lokahóp sinn fyrir mótið.

Holland er með Frakkandi, Póllandi og Austurríki í D-riðli.

Markverðir: Justin Bijlow (Feyenoord), Mark Flekken (Brentford), Bart Verbruggen (Brighton & Hove Albion), Nick Olij (Sparta Rotterdam)

Varnarmenn: Nathan Ake (Manchester City), Daley Blind (Girona), Virgil van Dijk (Liverpool), Denzel Dumfries (Inter Milan), Jeremie Frimpong (Bayer Leverkusen), Lutsharel Geertruida (Feyenoord), Matthijs de Ligt (Bayern München), Ian Maatsen (Borussia Dortmund), Micky van de Ven (Tottenham Hotspur), Stefan de Vrij (Inter Milan)

Miðjumenn: Ryan Gravenberch (Liverpool), Frenkie de Jong (Barcelona), Teun Koopmeiners (Atalanta), Tijjani Reijnders (AC Milan), Marten de Roon (Atalanta), Jerdy Schouten (PSV Eindhoven), Xavi Simons (RB Leipzig), Quinten Timber (Feyenoord), Joey Veerman (PSV Eindhoven), Georginio Wijnaldum (Al-Ettifaq)

Sóknarmenn: Steven Bergwijn (Ajax), Brian Brobbey (Ajax), Memphis Depay (Atletico Madrid), Cody Gakpo (Liverpool), Donyell Malen (Borussia Dortmund), Wout Weghorst (Hoffenheim, on loan from Burnley)
Athugasemdir
banner
banner