Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. febrúar 2018 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn um að fara á HM: Af hverju ekki?
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Í dag er ég jákvæður. Vonandi mun ég byrja að spila aftur fljótlega og gleyma því sem hefur dunið á.
,,Í dag er ég jákvæður. Vonandi mun ég byrja að spila aftur fljótlega og gleyma því sem hefur dunið á.
Mynd: Getty Images
Ranieri er þjálfari Kolbeins hjá Nantes. ,,Ég er tilbúinn um leið og þjálfarinn hringir í mig.
Ranieri er þjálfari Kolbeins hjá Nantes. ,,Ég er tilbúinn um leið og þjálfarinn hringir í mig.
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög ánægður að vera aftur með liðinu," segir Kolbeinn Sigþórsson í samtali við heimasíðu Nantes. Kolbeinn hefur verið frá keppni vegna hnémeiðsla síðan sumarið 2016 en hann vonast til að snúa aftur fljótlega.

„Það gengur vel hjá mér núna, ég hef verið frá í næstum því eitt og hálft ár og nú er ég loksins að snúa aftur. Þetta lítur vel út og ég get loksins hlakkað til að byrja að spila aftur."

Lítið hefur verið að frétta af Kolbeini en hann var ekki sjálfur viss með framtíð sína á tímabili.

„Það var það erfiðasta. Ég var ekki viss um framtíð mína, ég var ekki viss um hvort hnéið mitt myndi virka eðlilega aftur. Það var það erfiðasta. Ég varð að einbeita mér að því að trúa á að ég myndi koma aftur. Vonandi er það erfiða að baki núna."

„Í dag er ég jákvæður. Vonandi mun ég byrja að spila aftur fljótlega og gleyma því sem hefur dunið á."

Kolbeinn byrjaði að æfa aftur með liðsfélögum sínum fyrir tveimur vikum. Það hefur gengið vel.

„Ég æfi með hópnum, eins og hver annar leikmaður. Það eru tvær vikur síðan ég byrjaði aftur með hópnum. Það hefur gengið vel, það hafa engin vandamál verið með hnéið mitt."

„Ég er tilbúinn að stíga síðasta skrefið og snúa aftur á fótboltavöllinn eins fljótt og mögulegt er."

„Ég er hungraður að spila og berjast fyrir liðið! Við erum í fimmta sæti og það hefur gengið vel hjá félaginu. Ég er tilbúinn að berjast fyrir liðið og sæti mínu í liðinu. Ég er bara tilbúinn að spila aftur."

Kolbeinn segist ekki hafa fylgst með öllum leikjum Nantes á meðan hann hefur verið að glíma við meiðslin.

„Ég hef fylgst með flestum leikjunum, ekki öllum. Ég hef einbeitt mér að sjálfum mér og að snúa aftur. Stundum hef ég viljað gleyma fótbolta. Það er erfitt að horfa á leiki hjá liðinu þínu þegar þú getur ekki verið þar. Ég varð að einbeita mér að mér."

„Við stefnum eins hátt og við getum komist, að sjálfsögðu. Við getum stefnt á topp fjóra og að komast í Evrópudeildina, og ég vonast til að hjálpa liðinu að komast þangað."

Kolbeinn vonast til að snúa aftur í þessum mánuði.

„Ég er tilbúinn um leið og þjálfarinn hringir í mig. Ef hann hringir í mig um helgina er ég tilbúinn," sagði Kobleinn léttur. „Að öllu gamni slepptu vona ég að snúa aftur í þessum mánuði. Ég er tilbúinn að snúa aftur, ég er tilbúinn að hjálpa liðinu."

Ísland er að fara á HM í Rússlandi í sumar og Kolbeinn heldur enn í vonina um að fara með. Hann hefur skorað 22 mörk í 44 leikjum á ferli sínum með íslenska landsliðinu .

„Af hverju ekki? Ef það gengur vel, þá vil ég vera hluti af þessu. Það er enn löng leið framundan hjá mér. En ef ég kem mér í form og spila reglulega, þá getur allt gerst. Við erum með marga góða sóknarmenn og þetta verður ekki auðvelt," sagði Kolbeinn að lokum.



Athugasemdir
banner
banner
banner