Thelma Lóa Hermannsdóttir fékk í dag félagaskipti í FH frá Bandaríkjunum. Thelma er 24 ára sóknarmaður sem lék með háskólaliði Florida Atlantic á árunum 2018-2022.
Hún lék síðast á Íslandi sumarið 2021 og skoraði þá tvö mörk í sjö leikjum með KR í Lengjudeildinni. Hún lék með Fylki á árunum 2016-19 og skipti svo í KR.
Alls á hún að baki 90 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað nítján mörk. Þá lék hún á sínum tíma sjö leiki fyrir yngri landsliðin.
Hún lék síðast á Íslandi sumarið 2021 og skoraði þá tvö mörk í sjö leikjum með KR í Lengjudeildinni. Hún lék með Fylki á árunum 2016-19 og skipti svo í KR.
Alls á hún að baki 90 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað nítján mörk. Þá lék hún á sínum tíma sjö leiki fyrir yngri landsliðin.
Thelma er eldri systir Ídu Marínar sem gekk í raðir FH frá Val í vetur og því munu þær systur spila saman með FH í sumar.
Þær eru dætur Rögnu Lóu Stefánsdóttur og Hermanns Hreiðarssonar.
Athugasemdir