Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   fim 01. maí 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle leiðir kapphlaupið um Guéhi
Mynd: EPA
Newcastle United leiðir kapphlaupið um Marc Guéhi, miðvörð Crystal Palace. The Sun greinir frá þessu og virðast aðrir fjölmiðlar á Englandi vera sammála.

Newcastle reyndi að kaupa Guéhi síðasta sumar en Palace hafnaði 70 milljón punda tilboði. Tottenham reyndi svo að kaupa hann í janúar en tókst ekki.

Chelsea og Manchester City eru einnig sögð áhugasöm um Guéhi en Newcastle er líklegasti áfangastaðurinn. Þar á hann greiða leið inn í byrjunarliðið og getur verið partur af afar spennandi verkefni.

Miklar líkur eru á því að Guéhi verði seldur næsta sumar þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Palace, nema að félagið kjósi að halda honum á næstu leiktíð og leyfa honum að skipta um félag á frjálsri sölu sumarið 2026.
Athugasemdir
banner
banner