Rúnar Helgi er Dalvíkingur sem er fæddur árið 2000 en hann hefur spilað allan sinn feril með Dalvík/Reyni og hefur hann leikið 154 KSÍ-leiki fyrir félagið. Í þeim hefur hann skorað eitt mark.
Í fyrra spilaði hann 20 leiki þegar Dalvík/Reynir féll úr Lengjudeildinni en liðinu er spáð góðu gengi í 2. deild í sumar.
Í fyrra spilaði hann 20 leiki þegar Dalvík/Reynir féll úr Lengjudeildinni en liðinu er spáð góðu gengi í 2. deild í sumar.
Fullt nafn: Rúnar Helgi Björnsson
Gælunafn: Þau eru nokkur, Rúnki og Rúní algengustu
Aldur:24
Hjúskaparstaða:föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum:sumarið 2015 í 5-0 tapi gegn Hetti, sá leikur felldi okkur endanlega það tímabilið. Dimmir tímar sem fylgdu svo í kjölfarið hjá D/R
Uppáhalds drykkur:Nocco stellar blend eins og er
Uppáhalds matsölustaður:Tomman á Dalvík er besta pizzan á landinu fact.
Uppáhalds tölvuleikur:Er fyrsti unglingalandsmótsmeistari í Fifa þannig ætli það verði ekki að vera hann
Áttu hlutabréf eða rafmynt:nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur:Suits
Uppáhalds tónlistarmaður:Frikki dór er geitin en uppáhalds núna er Aron Can
Uppáhalds hlaðvarp:Steve Dagskrá
Uppáhalds samfélagsmiðill:Tiktok, svo er ég reyndar harður Facebook maður
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið:.net
Fyndnasti Íslendingurinn:Sveppi og Dóri DNA deila þessu
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:”kl hvað er æfingin hjá ykkur í dag ? eru stelpurnsr að æfa í dag ?” frá gamla
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KF
Besti leikmaður sem þú hefur mætt:Óskar Örn Hauksson
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig:Dragan Stojanovic. Jói Hreiðars fær líka shout hér
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:Sigfús Fannar þar sem hann hefur alltaf pakkað mér þægilega saman
Hver var fyrirmyndin þín í æsku:Bræður mínir voru og eru það ennþá.
Sætasti sigurinn:Þegar við tryggðum okkur upp í Lengju móti Hetti/Huginn 2023 er leikur sem ég mun aldrei gleyma.
Mestu vonbrigðin:öll þau skipti sem við höfum fallið niður um deild, hef lent asnalega oft í því.
Uppáhalds lið í enska:Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið:Tæki alltaf Þorra Mar heim
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins:Hafdís Nína Elmarsdóttir
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi:Fannar Daði Malmquist, ekki hægt að sjá að hann sé að verða þrítugur á næsta ári
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi:Arna Kristinsdóttir
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi:Lionel Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta:Golden goal í framlengingu er góð pæling
Uppáhalds staður á Íslandi:Heima á Dalvík
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Hafði mjög gaman af því þegar ónefndur fyrirliði liðsins bað mig um að athuga fyrir sig hvort hann væri búinn að kúka á sig í miðjum leik, niðurstaðan er ekki gefin upp.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta:Nei í raun ekki en er með rútínu sem þarf að fylgja á leikdögum.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum:Já tek alltaf píluna um jólin og svo dett ég stundum inn í úrslitakeppninnar í handboltanum og körfunni.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú:Vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla:Danskan lét mig útskrifast aðeins seinna en ætlaði mér
Vandræðalegasta augnablik:Fyrir nokkrum árum í leik í boganum var á bekknum og við eigum aukaspyrnu sem ég hélt að hafi farið inn og fagnaði innilega þangað til ég fattaði að hann fór framhjá, heyri enþá bergmálin í boganum frá öskrinu mínu, það var vont.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju:Áka Sölva, Þresti Mikael og Bjarma Fannari. Látum Bjarma elda sitt fræga humarpasta fyrir okkur, samkvæmt honum virkar það alltaf á dömurnar sem eru í tuga tali, kominn tími að við fáum að smakka það.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Aron Máni, liðshittingarnir væru mun færri ef hann væri ekki. Svo elska ég að heyra iðnaðar og sveita sögur frá honum.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð:Ég myndi senda Áka Sölva í Love on the Spectrum, sá myndi smell passa þar inn og gera alvöru tv.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig:Er í raun með fóbíu fyrir klippingum
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju:Auðunn Ingi, maður veit aldrei hverju hann ákveður að taka upp á.
Hverju laugstu síðast:Sennilega að sjálfum mér að ég færi að fara læra
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum:Spil með jóker getur verið svo sick leiðinlegt
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:Myndi spyrja Trent hvort hann sé virkilega að fara, þessi óvissa er að setja líf mitt í svo mikið ójafnvægi.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið:Hlakka til að sjá ykkur á vellinum í sumar, við þurfum á ykkur að halda!
Athugasemdir