Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Vigdís Lilja og Daníela Dögg á skotskónum
Kvenaboltinn
Mynd: Anderlecht
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í evrópska kvennaboltanum í dag þar sem Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði eitt af fjórum mörkum Anderlecht í frábærum sigri gegn Standard Liege í titilbaráttu belgíska boltans.

Vigdís Lilja var í byrjunarliði Anderlecht í 2-4 sigri og er stórveldið áfram á toppi belgísku deildarinnar, jafnt OH Leuven á stigum í titilbaráttunni. Standard Liege er tíu stigum þar á eftir.

Leuven vann svo 3-0 gegn Club Brugge, sem heitir Club YLA í kvennaflokki, til að halda í við Anderlecht. Diljá Ýr Zomers (Leuven) og Lára Kristín Pedersen (YLA) voru ekki í hóp.

Daníela Dögg Guðnadóttir skoraði þá fyrsta mark leiksins í auðveldum sigri Álasunds í norska bikarnum.

Álasund gerði sér lítið fyrir og sigraði með átta marka mun gegn Herd. Karna Solskjær, 22 ára dóttir Ole Gunnar Solskjær, skoraði tvennu í sigrinum.

Marie Jóhannsdóttir og stöllur í liði Molde slógu Kristiansund úr leik á sama tíma.

St. Liege 2 - 4 Anderlecht

OH Leuven 3 - 0 Club YLA

Herd 0 - 8 Álasund

Kristiansund 1 - 2 Molde

Athugasemdir
banner