Aron Jóhannsson spilaði mikilvægt hlutverk í því að Valur kom til baka í seinni hálfleik gegn Víkingum fyrr í þessari viku.
Aron hefur verið að glíma við meiðsli en hann byrjaði gegn Víkingum og var slakur í fyrri hálfleiknum. Hann kom hins vegar mun sterkari inn í seinni hálfleikinn og átti stóran þátt í því að liðið kom til baka.
Aron hefur verið að glíma við meiðsli en hann byrjaði gegn Víkingum og var slakur í fyrri hálfleiknum. Hann kom hins vegar mun sterkari inn í seinni hálfleikinn og átti stóran þátt í því að liðið kom til baka.
„Aron Jó ákvað að mæta til leiks í hálfleik. Ég var farinn að hafa gríðarlegar áhyggjur af honum fyrir framtíðina í þessari deild hreinlega eftir fyrri hálfleikinn. Mér fannst hann virkilega flottur í seinni hálfleik," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu.
„Ég hélt að við værum að fara að taka umræðuna (um Aron og framtíðina)," sagði Tómas Þór Þórðarson en Aron hefur haft hægt um sig inn á vellinum í dágóðan tíma núna.
„Bara, er hann hættur eða? Ég var þar. Hrós á hann, steig upp með öllu liðinu. Hann á stóran þátt í því hvað Valsarar voru flottir í seinni hálfleik," sagði Valur og var Tómas því sammála.
Það er spurning hvort Aron nái að fylgja eftir þessum seinni háfleik gegn Víkingum í framhaldinu. Ef svo, þá væri það frábært fyrir Valsara.
Athugasemdir