Þriðja umferðin í Bestu deild kvenna kláraðist í gær. Þróttarar hafa byrjað mótið frábærlega en þær unnu sterkan sigur gegn Víkingum í hörkuleik. Caroline Murray og Mollee Swift voru bestar í liði Þróttar og komast í sterkasta lið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
Ólafur Kristjánsson er þá þjálfari umferðarinnar eftir að hafa stýrt Þrótti til sigurs í leiknum.
Ólafur Kristjánsson er þá þjálfari umferðarinnar eftir að hafa stýrt Þrótti til sigurs í leiknum.

Breiðablik fór þá illa með Fram á Kópavogsvelli, 7-1 var niðurstaðan þar. Birta Georgsdóttir var maður leiksins og léku Andrea Rut Bjarnadóttir og Helga Rut Einarsdóttir einnig frábærlega í liði Blika.
Báðir nýliðar, Fram og FHL, eru enn án stiga. FHL tapaði 3-1 gegn FH þar sem Arna Eiríksdóttir gerði tvö mörk. Rósey Björgvinsdóttir lék vel í vörn FHL í leiknum.
Valur var fyrsta liðið til að leggja Þór/KA að velli en Fanndís Friðriksdóttir fór á kostum í 3-0 sigri. Natasha Anasi lék vel í vörninni hjá Val í leiknum.
Það eru fjögur lið jöfn á toppnum með sjö stig en það eru Breiðablik, Valur, FH og Þróttur. Svo kemur Þór/KA með sex stig.
Þá vann Stjarnan sinn fyrsta sigur, 1-2 gegn Tindastóli. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir var maður leiksins en Stjarnan náði að halda henni í sínum röðum þrátt fyrir áhuga frá Val. Makala Woods lék mjög vel í liði Tindastóls.
Næsta umferð hefst strax á laugardaginn.
Sterkustu lið fyrri umferða:
1. umferð
2. umferð
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 15 | 13 | 1 | 1 | 61 - 11 | +50 | 40 |
2. FH | 15 | 11 | 2 | 2 | 38 - 17 | +21 | 35 |
3. Þróttur R. | 15 | 9 | 2 | 4 | 27 - 18 | +9 | 29 |
4. Valur | 15 | 7 | 3 | 5 | 22 - 21 | +1 | 24 |
5. Þór/KA | 15 | 7 | 0 | 8 | 28 - 27 | +1 | 21 |
6. Stjarnan | 15 | 6 | 1 | 8 | 22 - 30 | -8 | 19 |
7. Fram | 15 | 6 | 0 | 9 | 22 - 39 | -17 | 18 |
8. Víkingur R. | 15 | 5 | 1 | 9 | 31 - 36 | -5 | 16 |
9. Tindastóll | 15 | 4 | 2 | 9 | 19 - 34 | -15 | 14 |
10. FHL | 15 | 1 | 0 | 14 | 8 - 45 | -37 | 3 |
Athugasemdir