Barcelona tekur á móti Inter í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu og er búist við hörkuslag í kvöld.
Barcelona mætir til leiks með ógnarsterkt byrjunarlið, nákvæmlega sama lið og sigraði úrslitaleik spænska konungsbikarsins gegn Real Madrid um helgina. Barca vann verðskuldað 3-2 eftir framlengingu í þeim slag.
Robert Lewandowski er ekki með vegna meiðsla og leiðir Ferran Torres sóknarlínuna í hans fjarveru. Gavi, Fermín López og Ronald Araújo eru meðal varamanna sem Hansi Flick getur notfært sér í kvöld.
Simone Inzaghi þjálfari Inter gerir fimm breytingar á liðinu sem tapaði á heimavelli gegn AS Roma um helgina, en Inter er þá búið að tapa þremur leikjum í röð í aðdraganda undanúrslitanna - án þess að skora mark.
Yann Bisseck kemur inn fyrir meiddan Benjamin Pavard á meðan Denzel Dumfries, Alessandro Bastoni, Henrikh Mkhitaryan og Marcus Thuram koma einnig inn í byrjunarliðið.
Davide Frattesi, Piotr Zielinski og Mehdi Taremi eru meðal varamanna gestaliðsins.
Barcelona: Szczesny, Kounde, Cubarsi, Inigo, Martin, De Jong, Pedri, Olmo, Yamal, Raphinha, Torres
Varamenn: Astralaga, Pena, Araujo, Christensen, Fort, Garcia, Gavi, Fati, Lopez, Torre, Victor
Inter: Sommer, Bisseck, Acerbi, Bastoni, Dumfries, Dimarco, Barella, Calhanoglu, Mkhitaryan, Thuram, Martinez
Varamenn: Arnautovic, Asllani, Augusto, Darmian, De Vrij, Di Gennaro, Frattesi, Martinez, Re Cecconi, Taremi, Zalewski, Zielinski
Athugasemdir