
Helga Guðrún er öflugur framherji sem er uppalin í Grindavík en hefur leikið með Fylki frá 2022. Hún hefur einnig leikið með Stjörnunni og Álftanesi á sínum ferli.
Alls hefur Helga, sem er fædd árið 1997, spilað 216 KSÍ-leiki og skorað í þeim 51 mark, en hún er algjör lykilkona fyrir Fylki á komandi keppnistímabili. Í dag sýnir Helga Guðrún á sér hina hliðina.
Alls hefur Helga, sem er fædd árið 1997, spilað 216 KSÍ-leiki og skorað í þeim 51 mark, en hún er algjör lykilkona fyrir Fylki á komandi keppnistímabili. Í dag sýnir Helga Guðrún á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Helga Guðrún Kristinsdóttir
Gælunafn: hef alltaf verið kölluð Helga bara, boring
Aldur: 27 ára
Hjúskaparstaða: í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Kom inn á í 2 mín á móti Hetti í 1 deildinni 2013, man því miður ekki eftir þessu
Uppáhalds drykkur: Collab eða pax
Uppáhalds matsölustaður: Just Wingin it
Uppáhalds tölvuleikur: Sims eða mario cart spila annars aldrei tölvuleiki
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends
Uppáhalds tónlistarmaður: Bieberinn eða Sza
Uppáhalds hlaðvarp: Illverk
Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok því miður
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: visir.is
Fyndnasti Íslendingurinn: Saga Garðars
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “kolus eða appolo?” - kæró að spyrja hvaða páskaegg hann á að kaupa handa mér
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Keflavík
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Natasha í Val er mjög góð
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: það eru svo margir góðir en örugglega Gunni eða Jón Óli
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Elías þegar hann er með í spili á æfingum
Hver var fyrirmyndin þín í¬ æsku: Mamma og pabbi
Sætasti sigurinn: Síðasti leikurinn á móti Gróttu 2023 til að tryggja okkur sæti í bestu deildinni
Mestu vonbrigðin: Að falla í fyrra
Uppáhalds lið í enska: Chelsea
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi vilja fá Evu Rut aftur í Fylki
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Kolfinna Baldursdóttir
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Gylfi Sig
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Klárlega Guðrún Karítas Sigurðardóttir
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Myndi vilja hreinsa út uppsöfnuð spjöld í seinni helmingnum í Íslandsmótinu
Uppáhalds staður á Íslandi: Heima
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Eina sem kemur upp í hugann er þegar Viktoría Diljá ætlaði að grípa boltann því hann var á leiðinni útaf en greip hann inná vellinum og fékk dæmt á sig hendi.og gult spjald
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Hef reynt að spila í sömu sokkum eða sama íþróttatopp þegar mér gengur vel
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já úrslitakeppninni í körfu eða landsliðunum í handbolta
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike tiempo eins og er
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sögu, féll alltof oft í þeim áfanga.
Vandræðalegasta augnablik: Hef blokkað öll vandræðaleg moment út þannig ég man ekkert.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: GK, Viktoríu og Söru Dögg því þær hlægja yfirleitt mest af mér.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Sunneva og Signý… alltaf stutt í grínið hjá þeim
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég væri alveg til í að sjá Tinnu Harðar og Birnu Kristínu spreyta sig í Survivor. Veit ekki hvort þær myndu rústa því eða ekki en það væri gott sjónvarpsefni. En svo þarf Fanney að taka þátt í Idol því hún myndi vinna það easy.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er ¼ Færeyingur :)
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Bergljót Júlíana, vissi ekki alveg við hverju ég var að búast en hún er geggjaður karakter.
Hverju laugstu síðast: Laug að kærastanum mínum að ég borðaði ekki konfekt
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er leiðinleg en mikilvæg fyrir kempur eins og mig.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Justin Bieber hvort það sé ekki allt í góðu með hann.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Allir að mæta í Lautina í sumar, ég lofa skemmtun
Athugasemdir