Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   þri 29. apríl 2025 23:52
Brynjar Ingi Erluson
ÍBV lánar Viggó Valgeirs til Njarðvíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, sótti í kvöld Eyjamanninn Viggó Valgeirsson til félagsins frá ÍBV.

Viggó er fæddur árið 2006 og spilað síðustu þrjú tímabil með Eyjamönnum.

Hann hóf meistaraflokkferils sinn með KFS í 3. deildinni og spilaði þar eitt og hálft tímabil áður en hann skipti aftur yfir í ÍBV seinni part sumars.

Á síðasta ári komst hann á lista hjá Fótbolta.net yfir tíu mest spennandi leikmenn á 2. flokks aldri sem spiluðu í Lengjudeildinni, en hann spilaði stórt hlutverk er Eyjamenn komu sér upp í deild þeirra bestu.

Viggó hefur komið við sögu í tveimur leikjum með ÍBV á þessu tímabili en mínúturnar verið af skornum skammti og samþykkti ÍBV því að lána hann til Njarðvíkur.

Eyjamaðurinn verður væntanlega í hóp hjá Njarðvík sem mætir Fylki í 1. umferð Lengjudeildarinnar á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner