Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   þri 29. apríl 2025 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Rüdiger fær sex leikja bann
Mynd: EPA
Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid á Spáni, hefur verið dæmdur í sex leikja bann fyrir hegðun sína í garð dómarans í úrslitaleik spænska konungsbikarsins um helgina.

Þjóðverjinn lét öllum illum látum í framlengingunni gegn Barcelona og kastaði klökum í átt að dómaranum.

Liðsfélagar hans þurftu að halda honum eftir að dómarinn veifaði rauða spjaldinu en spænska fótboltasambandið horfði einmitt í viðbrögð hans þegar það dæmdi hann í bannið.

Varnarmaðurinn baðst afsökunar á framferði sínu og er ljóst að hann mun ekki vera með í næstu sex leikjum. Ekki að það breyti miklu máli fyrir hann, en hann er frá út tímabilið eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.

Rüdiger mun missa af einum leik í byrjun næsta tímabils áður en hann má snúa aftur. Lucas Vazquez, liðsfélagi hans hjá Real, fær tveggja leikja bann, en þá hefur sambandið dregið rauða spjaldið á Jude Bellingham til baka.

Bellingham sá rauða spjaldið eftir leikinn fyrir að að sýna af sér ógnandi hegðun í garð dómarans en sambandið dró spjaldið til baka eftir að hafa skoðað atvikið betur.
Athugasemdir
banner