
Góðan og gleðilegan daginn. Arsenal vill styrkja sóknarlínu sína, Chelsea hefur áhuga á að fá leikmann frá Þýskalandi, Liverpool ætlar að styrkja sig og Everton vill endurheimta Brasilíumann. Pakkfullur slúðurpakki.
Arsenal er að íhuga að gera tilboð í framherjann Christopher Nkunku (27) en hann er ekki framarlega í myndinni hjá Chelsea þessa stundina. Mikel Arteta stefnir að því að styrkja úrvalið sóknarlega í sumar. (Teamtalk)
Bandaríska félagið DC United hefur verið í viðræðum í marga mánuði við Paul Pogba (32), fyrrum miðjumann Manchester United, Juventus og Frakklands. Pogba hefur ekki spilað í 20 mánuði eftir brot á lyfjareglum. (Washington Post)
Ensku meistararnir í Liverpool ætla að fjárfesta mikið í leikmannahópi sínum í sumar en miðvörður og vinstri bakvörður eru í forgangi. (Telegraph)
Chelsea hefur áhuga á að fá enska vængmanninn Jamie Gittens (20) frá Borussia Dortmund áður en HM félagsliða hefst. Chelsea gæti selt Jadon Sancho (25) til þýska félagsins sem hluta af samningnum. Sancho er á láni frá Manchester United en Chelsea er skyldugt til að kaupa hann. (Teamtalk)
Jokin Aperribay, forseti Real Sociedad, segir að framtíð miðjumannsins Martin Zubimendi (26), sem Arsenal hefur áhuga á, skýrist í júní. Arsenal virðist tilbúið að virkja 51 milljóna punda riftunarákvæði leikmannsins. (Radio Marca Donostia)
Everton hefur sett Richarlison (27), sinn fyrrum leikmann, efstan á óskalistann fyrir sumarið. Brasilíumaðurinn er hjá Tottenham Hotspur. (Givemesport)
Enski miðjumaðurinn Sean Longstaff (27) hjá Newcastle er á óskalista Leeds United en Leeds verður í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. (i Paper)
Tottenham þarf að selja leikmenn til að fjármagna leikmannakaup í sumar. (Telegraph)
Paraag Marathe, stjórnarformaður Leeds, flýgur til Bretlands til að ræða framtíð stjórans Daniels Farke. (Guardian)
Fulham hefur áhuga á að fá enska bakvörðinn Kyle Walker-Peters (28) frítt þegar samningur hans við Southampton rennur út í sumar. (Sky Sports)
Arsenal er tilbúið að hefja viðræður við umboðsmann sænska framherjans Viktor Gyökeres (26) hjá Sporting Lissabon. (Givemesport)
Real Betis gæti átt erfitt með að ganga að verðmiða Manchester United fyrir brasilíska vængmanninn Antony (25) en félagið vill fá lánsmanninn alfarið. (Mirror)
Manchester United hefur enn áhuga á að fá nígeríska framherjann Victor Osimhen (26) frá Napoli en það eru skiptar skoðanir á Old Trafford. (TBR)
Everton er í viðræðum við senegalska miðjumanninn Idrissa Gueye (35) um nýjan samning. (Football Insider)
Wrexham, Bolton, Charlton og Portsmouth hafa áhuga á Norður-írska framherjanum Tomas Galvin (20) sem leikur með Dungannon Swifts. (Football League World)
Athugasemdir