Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
banner
banner
föstudagur 2. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 30. apríl
Super League - Women
Manchester Utd W 0 - 0 Chelsea W
Aston Villa W 5 - 2 Arsenal W
Meistaradeildin
Barcelona 3 - 4 Inter
Eliteserien
Viking FK 5 - 1 Haugesund
mið 30.apr 2025 15:00 Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 4. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Dalvík/Reyni er spáð fjórða sæti.

Fyrir leik hjá Dalvík/Reyni síðasta sumar.
Fyrir leik hjá Dalvík/Reyni síðasta sumar.
Mynd/Raggi Óla
Hörður Snævar Jónsson og Óskar Bragason.
Hörður Snævar Jónsson og Óskar Bragason.
Mynd/Dalvík/Reynir
Fyrirliðinn Þröstur Mikael Jónasson.
Fyrirliðinn Þröstur Mikael Jónasson.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Markahrókurinn Áki Sölvason.
Markahrókurinn Áki Sölvason.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Martím kom frá Hetti/Hugin, mjög öflugur leikmaður.
Martím kom frá Hetti/Hugin, mjög öflugur leikmaður.
Mynd/Dalvík/Reynir
Freyr verður ekki með Dalvíkingum í sumar.
Freyr verður ekki með Dalvíkingum í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gera Dalvíkingar í sumar?
Hvað gera Dalvíkingar í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Spáin:
1.
2.
3.
4. Dalvík/Reynir, 77 stig
5. Höttur/Huginn, 76 stig
6. Víkingur Ó., 74 stig
7. Haukar, 66 stig
8. Þróttur V., 60 stig
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig

4. Dalvík/Reynir
Dalvíkingar eru mættir aftur í 2. deild eftir stutt stopp í Lengjudeildinni. Þeir áttu ekki mikinn möguleika á því að halda sér uppi í Lengjudeildinni á síðasta ári eftir að hafa komist óvænt þar upp árið áður. Þetta var á endanum einfaldlega oft stórt stökk; Dalvíkurliðið endaði með aðeins 13 stig og tókst aðeins að vinna tvo leiki um sumarið. Þeir eru núna komnir aftur í 2. deild og það er búist við því að þeir verði í toppbaráttu í sumar. Dalvík hefur verið að flakka á milli 2 og 3. deildar síðastliðin tuttugu ár. Dalvík/Reynir komst upp úr 3. deild árið 2022 og var spáð sjöunda sæti í 2. deild árið 2023, en þeir flugu upp þá. Hvað gera þeir í sumar?

Þjálfarinn: Hörður Snævar Jónsson tók að sér það verkefni að stíga í fótspor Dragan Stojanovic sem gerði frábæra hluti með liðið. Þetta er mjög svo áhugaverð ráðning en Hörður er þekktari fyrir blaðamennsku heldur en þjálfun þar sem hann hefur verið ritstjóri fótboltamiðilsins 433.is síðustu árin. Hann flutti til Dalvíkur fyrir nokkrum árum og hefur komið sterkur inn í fótboltann í bæjarfélaginu. Hann hefur setið í stjórn Dalvíkur/Reynis og tekur núna við liðinu. Hann er með öflugan aðstoðarmann með sér en Óskar Bragason er aðstoðarþjálfari liðsins. Hann er reynslumikill þjálfari og er gott fyrir Hörð að hafa hann með sér.

Stóra spurningin: Hvernig gengur ritstjóranum í nýju hlutverki?
Við höfum áður séð það að ritstjórum gangi vel í þjálfarahlutverkinu. Magnús Már Einarsson, fyrrum ritstjóri Fótbolta.net, kom Aftureldingu upp í Bestu deildina síðasta sumar og hefur gert frábæra hluti í Mosfellsbænum. Núna stígur Hörður Snævar inn í nýtt hlutverk og verður virkilega gaman að sjá hvernig honum vegnnar. Hann hefur komið skemmtilega inn í þetta nú þegar og virðist hafa mikla ástríðu fyrir þessu verkefni.

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.

Lykilmenn: Áki Sölvason og Þröstur Mikael Jónasson
Áki hefur verið markaóður síðustu tímabil og hefur skorað 44 mörk síðastliðin þrjú tímabil. Hann á leiki í efstu deild með KA og verður hann að skora ef þeir ætla sér eitthvað í sumar. Þröstur Mikael hefur verið fyrirliði liðsins og gríðar mikilvægur innan sem utan vallar. Hann hefur ekkert spilað á undirbúningstímabilinu svo það er ákveðið spurningarmerki í kringum standið á honum.

Gaman að fylgjast með: Martim Sequeira
Framherji sem kom til Dalvíkur frá Hetti/Huginn í vetur. Hann skoraði 13 mörk í 2. deildinni í fyrra og því verður gaman að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti. Hann er mjög virkur á tiktok, þar sem hann sýnir frá æfingum, klippum úr leikjum og hvernig það er að vera atvinnumaður í fótbolta.

Komnir:
Alex Máni Gærdbo Garðarsson frá KF
Auðunn Ingi Valtýsson frá Þór
Bjarmi Már Eiríksson frá Tindastóli
Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso frá Hetti/Hugin
Miguel Joao De Freitas Goncalves frá Portúgal
Remi Marie Emeriau frá Rúmeníu
Sindri Sigurðarson frá KA
Sævar Þór Fylkisson frá KF

Farnir:
Breki Hólm Baldursson í ÍR (Var á láni frá KA)
Franko Lalic í Þór
Hassan Jalloh til Grindavíkur (Var á láni)
Matheus Bissi Da Silva í KFA
Nikola Kristinn Stojanovic í KFA

Þjálfarinn segir - Hörður Snævar Jónsson
„Spáin er bara eðlileg, ég held að flestir sem spá í þessa deild eigi mjög erfitt með að lesa í mörg lið. Félögin hafa mörg á síðustu vikum styrkt sig mikið og glugginn er áfram opinn þegar þetta er skrifað, því á raunverulegur styrkur liðanna eftir að koma í ljós."

„Ellefu leikmenn sem komu við sögu í Lengjudeildinni í fyrra verða ekki með okkur í ár, tíu fóru og svo urðum við fyrir áfalli þegar Freyr Jónsson þurfti að fara undir hnífinn snemma árs. Hann getur ekki verið með í sumar vegna þess en í mínum huga hefði hann orðið einn besti miðjumaður deildarinnar í sumar."

„Það er sterkur kjarni frá síðustu árum sem er hérna áfram sem er mjög mikilvægt, við höfum svo bætt í hópinn með öflugum strákum hér af svæðinu og fengum svo þrjá erlenda leikmenn til liðs við okkur. Þeir hafa komist vel inn í hlutina og halda vonandi áfram að vaxa."

„Sumarið verður skemmtilegt, undirbúningstímabilið hefur verið upp og niður en undanfarnar vikur finnst mér eins og takturinn sé að verða réttur þrátt fyrir nokkur meiðsli lykilmanna. Það kemur svo í ljós í fyrstu umferðunum hvort það sé rétt mat. Við erum með marga nýja leikmenn sem hafa flestir smollið vel inn í hlutina og þá spilamennsku sem við viljum standa fyrir í sumar."


Fyrstu þrír leikir Dalvíkur/Reynis:
3. maí, Dalvík/Reynir - Haukar (Dalvíkurvöllur)
10. maí, Þróttur V. - Dalvík/Reynir (Vogaídýfuvöllur)
16. maí, Dalvík/Reynir - Höttur/Huginn (Dalvíkurvöllur)
Athugasemdir