Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   þri 29. apríl 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaraspáin - Spennandi að sjá hvernig Arsenal dílar við það
Fjórir líklegustu markaskorarar Arsenal samankomnir; Rice, Merino, Saka og Martinelli.
Fjórir líklegustu markaskorarar Arsenal samankomnir; Rice, Merino, Saka og Martinelli.
Mynd: EPA
Alli Jói og Aron Baldvin eru sérfræðingarnir í ár.
Alli Jói og Aron Baldvin eru sérfræðingarnir í ár.
Mynd: Fótbolti.net
Hvað gerir PSG í London?
Hvað gerir PSG í London?
Mynd: EPA
Undanúrslitin í Meistaradeildinni hefjast í kvöld þegar PSG kemur í heimsókn á Emirates leikvanginn og mætir þar Arsenal. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og seinni leikur liðanna fer svo fram í París eftir átta daga.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Alli Jói minnkaði muninn síðast þar sem hann spáði jafntefli í seinni leiki Inter og Bayern. Svona er leiknum í kvöld spáð.

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson

Arsenal 1 - 1 PSG
Öll eplin komin í Meistaradeildarkörfu Arsenalmanna og allt undir fyrir þá. Arsenal stjórnar tempóinu á leiknum en gestirnir munu sækja hratt og eru alltaf hættulegir í þeirri stöðu. Hörku leikur þar sem ekkert skilur á milli. PSG kemst yfir og Trossard jafnar fyrir Arsenal.

Aron Baldvin Þórðarson

Arsenal 2 - 1 PSG
Ég er mikill Liverpool maður en við Víkingar horfum það mikið upp til leikstíls Arsenal, bæði sóknar- og varnarlega. Þannig að þeir eru mínir menn í þessari Meistaradeild eftir að Liverpool datt út. PSG mun væntanlega pressa þá maður á mann eins og þeir gera alltaf og verður spennandi að sjá hvernig Arsenal menn díla við það.

Fótbolti.net - Haraldur Örn

Arsenal 2 - 2 PSG
Nallarar eru í miklu stuði eftir Real leikina og þeir munu halda áfram að sýna góða sóknartakta gegn PSG. Arsenal kemst í forystu 1-0 með marki úr hornspyrnu, Merino seigur og stangar boltann í netið. PSG liðið er hinsvegar asnalega gott og þeir gera ekki annað en að ógna fram á við. Dembele jafnar metin úr skyndisókn áður en Saka kemur Arsenal aftur yfir á 80. mínútu. PSG þjarmar svo að Lundúnarliðinu í lokin og það verður Kvaradona sem neglir inn jöfnunarmarkinu með frábæru skoti fyrir utan teig í uppbótartíma. Ég sé fyrir mér smá hita í kjölfarið, jafnvel að einhver á við Jurien Timber fái sitt annað gula spjald. PSG fer því mjög sátt með jafnan leik til Parísar í næstu viku.

Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 17
Aron Baldvin - 18
Fótbolti.net - 18
Athugasemdir
banner