Cristiano Ronaldo lék allan leikinn í liði Al-Nassr sem tapaði óvænt gegn Kawasaki Frontale í undanúrslitaleik asísku Meistaradeildarinnar í gær.
Kawasaki Frontale mætir því Al-Ahli í úrslitaleik á laugardaginn eftir að hafa einnig slegið Al-Sadd frá Katar og Shanghai Shenhua frá Kína úr leik í útsláttarkeppninni.
Kawasaki spilaði góðan leik gegn stjörnum prýddu liði Al-Nassr í gær og skóp að lokum 3-2 sigur. Auk þess að hafa Ronaldo voru leikmenn á borð við Sadio Mané, Mohamed Simakan, Marcelo Brozovic, Otávio og Jhon Durán í byrjunarliði Al-Nassr. Aymeric Laporte kom inn af bekknum rétt fyrir leikhlé.
Til samanburðar voru allir leikmenn í byrjunarliði Kawasaki Frontale japanskir nema einn, brasilíski kantmaðurinn Marcinho.
Ronaldo tókst hvorki að skora né leggja upp í tapinu og var augljóslega sársvekktur eftir lokaflautið.
Hann fór illa með góða stöðu á lokamínútum leiksins, sem yngri útgáfa af honum hefði líklegast klárað með marki til að jafna leikinn og fara í framlengingu.
C. Ronaldo's reaction at full time after Al Nassr are eliminated from the asian champions league.
byu/whiteniteee insoccer
Cristiano Ronaldo big chance vs Kawasaki- 90+5'
byu/Smudge49 insoccer
Athugasemdir