Afturelding komst eins og allir vita upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar og er í Bestu deildinni þetta sumarið.
Fjórir leikmenn sem voru í leikmannahópi liðsins á síðasta tímabili hafa fengið félagaskipti í Álafoss sem er mosfellskt félag sem spilar í 5. deild.
Fjórir leikmenn sem voru í leikmannahópi liðsins á síðasta tímabili hafa fengið félagaskipti í Álafoss sem er mosfellskt félag sem spilar í 5. deild.
Í kvöld fékk markmaðurinn Birkir Haraldsson félagaskipti í Álafoss en hann er fæddur árið 2004 og spilaði fjóra leiki í Lengjudeildinni síðasta sumar. Hann er uppalinn í ÍBV og á að baki 45 deildarleiki á ferlinum, þá langflesta fyrir Hvíta riddarann.
Áður höfðu þeir Patrekur Orri Guðjónsson, Breki Freyr Gíslason og Valgeir Árni Svansson skipt yfir.
Álafoss verður í A-riðli 5. deildar í sumar og mætir Skallagrími í fyrstu umferð þann 19. maí.
Athugasemdir