Áður en glugganum var lokað gekk Austfjarðaliðið KFA frá skiptum Hrafns Guðmundssonar til félagsins á láni frá Stjörnunni.
Hrafn kom til Stjörnunnar frá KR í byrjun árs og skrifaði undir þriggja ára samning í Garðabæ. Hrafn er uppalinn í Aftureldingu og spilaði sinn fyrsta leik í 1. deildinni árið 2021 þá aðeins fimmtán ára gamall.
Hrafn er nítján ára sóknarleikmaður sem lék fjóra leiki með KR í Bestu deildinni í fyrra, þar af þrjá undir stjórn Gregg Ryder, en kom ekkert við sögu eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við liðinu.
KFA fær Kormák/Hvöt í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina á laugardaginn, í fyrstu umferð 2. deildar karla.
Athugasemdir