Í Gula spjaldinu í gær var sagt frá því að Benjamin Stokke gæti verið á leið í Aftureldingu. Afturelding hefur verið í leit að liðsstyrk í fremstu víglínu að undanförnu.
Stokke er reynslumikill norskur framherji sem varð Íslandsmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili en samdi svo við uppeldisfélagið sitt, Eik Tönsberg, sem er í norsku C-deildinni.
Stokke er 34 ára og var markakóngur norsku B-deildarinnar tímabilið 2023.
Stokke er reynslumikill norskur framherji sem varð Íslandsmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili en samdi svo við uppeldisfélagið sitt, Eik Tönsberg, sem er í norsku C-deildinni.
Stokke er 34 ára og var markakóngur norsku B-deildarinnar tímabilið 2023.
Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í 23 leikjum í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Þegar leið á var hann algjör varamaður fyrir Mosfellinginn Ísak Snæ Þorvaldsson sem lék frábærlega sem fremsti maður.
„Mér finnst líklegt að við bætum einhverju við fyrir gluggalok, það kemur í ljós (í dag). Það eru einhverjar þreifingar í gangi en ekkert staðfest," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Fótbolta.net í gær.
Afturelding er með fjögur stig eftir fjórar umferðir en liðið tapaði 3-0 gegn Fram á útivelli í gær. Liðið hefur aðeins skorað eitt deildarmark í fyrstu fjórum umferðunum og það kom af vítapunktinum svo mikið hefur verið rætt um þörf liðsins á styrkja sig sóknarlega.
Athugasemdir