Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   þri 29. apríl 2025 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid stendur í vegi fyrir Ancelotti
Mynd: EPA
Ágætis líkur eru á því að Carlo Ancelotti taki ekki við brasilíska landsliðinu í sumar en þetta kemur fram í spænska miðlinum Relevo og greinir Fabrizio Romano sömuleiðis frá fregnunum.

Ancelotti hefur náð munnlegu samkomulagi um að taka við brasilíska landsliðinu eftir tímabilið.

Hann ætlar sér að hætta með Real Madrid og mun ekki stýra liðinu á HM félagsliða.

Relevo segir nú vera komið babb í bátinn en það varðar ákvæði í samningi Ancelotti sem myndi neyða Madrídinga til að greiða upp uppsagnarfrest Ítalans.

Madrídingar hafa engan áhuga á því og þá er þolinmæði brasilíska fótboltasambandsins á þrotum.

Fótboltasambandið ætlar ekki að bíða í marga daga í viðbót eftir lausn og er þegar farið að íhuga það að ræða vð Jorge Jesus, fyrrum þjálfara Benfica, Sporting og Fenerbahce.
Athugasemdir
banner
banner