Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
banner
föstudagur 4. júlí
Lengjudeild karla
miðvikudagur 2. júlí
Landslið kvenna - EM 2025
þriðjudagur 1. júlí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
fimmtudagur 26. júní
Lengjudeild karla
þriðjudagur 24. júní
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 19. júní
Mjólkurbikar karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar karla
fimmtudagur 12. júní
Mjólkurbikar kvenna
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 11. júní
þriðjudagur 10. júní
Vináttulandsleikur
föstudagur 6. júní
Vináttulandsleikur
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 5. júní
þriðjudagur 3. júní
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 2. júní
Besta-deild karla
laugardagur 31. maí
2. deild karla
miðvikudagur 2. júlí
HM félagsliða
Dortmund 2 - 0 Monterrey
þri 29.apr 2025 18:00 Mynd: Dagur Skírnir Óðinsson
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 5. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Hetti/Hugin er spáð fimmta sætinu.

Úr leik hjá Hetti/Hugin síðasta sumar.
Úr leik hjá Hetti/Hugin síðasta sumar.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Brynjar Árnason hefur gert frábæra hluti með liðið.
Brynjar Árnason hefur gert frábæra hluti með liðið.
Mynd/Höttur/Huginn
Bjarki Fannar er öflugur leikmaður.
Bjarki Fannar er öflugur leikmaður.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
André Solorzano Abed er spilandi þjálfari.
André Solorzano Abed er spilandi þjálfari.
Mynd/Höttur/Huginn
Kristófer Páll gekk í raðir Hattar/Hugins í vetur.
Kristófer Páll gekk í raðir Hattar/Hugins í vetur.
Mynd/Höttur/Huginn
Stefán Ómar styrkir líka liðið.
Stefán Ómar styrkir líka liðið.
Mynd/Höttur/Huginn
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5. Höttur/Huginn, 76 stig
6. Víkingur Ó., 74 stig
7. Haukar, 66 stig
8. Þróttur V., 60 stig
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig

5. Höttur/Huginn
Höttur/Huginn hefur síðustu tvo sumur endað nákvæmlega þar sem þeim var spáð. Í sjötta sæti sumarið 2023 og svo í sjöunda sætinu í fyrra. Það er ekki sérstaklega langt síðan Höttur/Huginn var á barmi þess að falla niður í 4. deild en liðið hefur núna gert vel í því að festa sig í sessi í 2. deild, og er félagið klárlega að stefna hærra en spáin segir til um. Það er mikil ástríða fyrir austan og mikið lagt í að gera hlutina vel. Ef allt gengur upp, þá gæti Höttur/Huginn klárlega blandað sér í baráttuna um að fara upp en undirbúningstímabilið gefur góð fyrirheit. Þeir fóru með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikarsins sem hlýtur að gefa þeim eitthvað inn í sumarið.

Þjálfarinn: Brynjar Árnason stýrir Hetti/Hugin áfram en hann hefur gert afskaplega flotta hluti með liðið frá því hann tók vð árið 2021. Brynjar er alls ekki gamall þjálfari, hann er bara 35 ára, og á hann svo sannarlega framtíðina fyrir sér í þjálfun. Hann var þjálfari ársins í 2. deild sumarið 2022 þegar Höttur/Huginn endaði í fimmta sæti eftir að hafa komið upp sem nýliðar. Hann á án efa mjög stóran þátt í því að liðið er á góðum stað í dag.

Stóra spurningin: Hvernig leysa þeir markakónginn af hólmi?
Martím Sequeira skoraði 13 af mökum Hattar/Hugins í fyrra en næst markahæsti leikmaður liðsins var með fimm mörk. Núna er markakóngur liðsins frá því í fyrra farinn í Dalvík/Reyni og það er spurning hvernig mun ganga að fylla í hans skarð. Það er þá einnig spurning hvort Höttur/Huginn muni þriðja tímabilið í röð lenda í nákvæmlega sama sæti og þeim er spáð. Það væri mjög áhugavert ef það gerist.

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.

Lykilmenn: Bjarki Fannar Helgason og Andre Musa Solórzano Abed
Bjarki Fannar Helgason er fæddur árið 2005 og er uppalinn heimamaður. Hann fór fyrir tímabilið yfir í KA en er kominn aftur á láni. Hann var lykilmaður í að tryggja Hetti/Hugin sigur í Lengjubikarnum, en þar skoraði hann þrjú mörk í tveimur leikjum. Abed er fyrirliði liðsins. Hefur síðastliðin ár verið að spila á miðjunni en nýr þjálfari liðsins hefur fært hann niður í hafsent í nýja kerfinu og hann hefur verið geggjaður þar. Hann er allt í öllu í upp spilinu og góður í vörn.

Gaman að fylgjast með: Þórhallur Ási Aðalsteinsson
Ungur leikmaður sem er fæddur árið 2008. Þórhallur var næst markahæstur á undirbúningstímabilinu á eftir Bjarka Fannari. Þórhallur er fljótur kantmaður sem er ákveðinn og klárar færin sín vel.

Komnir:
Gerard Tomas Iborra frá Hamri
Kristófer Páll Viðarsson frá Reyni S.
Stefán Ómar Magnússon frá KFK
Sæþór Ívan Viðarsson frá ÍR

Farnir:
Ívar Arnbro Þórhallsson í KA (Var á láni)
Jónas Pétur Gunnlaugsson í ÍH (Á láni)
Kristófer Einarsson í Einherja
Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso í Dalvík/Reyni
Víðir Freyr Ívarsson í ÍR (Var á láni frá Fram)

Þjálfarinn segir - Brynjar Árnason
„Já 5. sætið er bara nokkuð eðlileg spá held ég miðað við undanfarin ár þar sem við höfum endað um miðja deild."

„Markmiðið er að gera betur en í fyrra og halda áfram að bæta okkur sem lið. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og mikið af ungum leikmönnum að taka stór skref hjá okkur í vetur. Töluverðar breytingar á hópnum milli ára en við það skapast tækifæri fyrir aðra að stíga upp."

„Held að deildin verði jöfn og spennandi og eins og alltaf í þessari deild verða mörg lið sem ætla sér að fara upp."

„Sumarið leggst mjög vel í okkur - erum búnir að æfa vel og spila mikið af leikjum í vetur og hópurinn núna loksins allur kominn saman. Erum enn með nokkra lykilmenn í meiðslum sem hafa spilað lítið í vetur en þeir fara að detta inn þannig að við erum bara brattir og spenntir að byrja."


Fyrstu þrír leikir Hattar/Hugins
3. maí, Grótta - Höttur/Huginn (N1-völlurinn Hlíðarenda)
10. maí, Höttur/Huginn - Kári (Fellavöllur)
16. maí, Dalvík/Reynir - Höttur/Huginn (Dalvíkurvöllur)
Athugasemdir