Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Barcelona og Inter: Yamal og Dumfries bestir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir 3-3 jafntefli Barcelona og Inter í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu.

Ungstirnið Lamine Yamal fær nafnbótina besti leikmaður vallarins í einkunnagjöf Sky, sem stangast á við opinber verðlaun UEFA eftir leikslok þar sem Dumfries var valinn bestur.

Þeir fá báðir 9 í einkunn hjá Sky, þar sem Yamal skoraði eitt mark á meðan Dumfries skoraði tvennu og lagði eitt upp. Yamal var óheppinn að skora ekki meira eða leggja upp, hann átti frábærar marktilraunir og skapaði stórhættulegar stöður sem liðsfélagarnir nýttu sér ekki.

Raphinha og Ferrán Torres fá áttur fyrir sinn þátt í jafnteflinu á meðan Marcus Thuram er eini leikmaður Inter sem fær 8.

Dani Olmo, Federico Dimarco og Lautaro Martínez fengu lægstu einkunnirnar í dag, eða 6. Lautaro, sem er fyrirliði Inter, fór meiddur af velli í hálfleik.

Barcelona: Szczesny (7); Kounde (7), Cubarsi (7), Martínez (7), Martin (7); Pedri (7), De Jong (7); Yamal (9), Olmo (6), Raphinha (8); Ferran Torres (8)
Varamenn: Araujo (7), Gavi (7), Lopez (7), Christensen (7)

Inter Milan: Sommer (7), Bisseck (7), Acerbi (7), Bastoni (7), Dumfries (9), Barella (7), Hakan (7), Mkhitaryan (7), Dimarco (6), Thuram (8), Lautaro (6)
Varamenn: Taremi (7), Darmian (7), Zielinski (7), Augusto (7)
Athugasemdir