Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   þri 29. apríl 2025 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Sigurður aftur í Val (Staðfest)
Sveinn SIgurður er kominn aftur á Hlíðarenda
Sveinn SIgurður er kominn aftur á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson hefur fengið félagaskipti í Val eftir að hafa eytt síðasta árinu hjá Vestra. Hann er að jafna sig eftir erfið meiðsli.

Valsarar hafa verið í markvarðaveseni í byrjun tímabils. Ögmundur Kristinsson kom frá Grikklandi á síðasta ári og spilaði níu deildarleiki, en verið að glíma við meiðsli í vetur.

Stefán Þór Ágústsson hefur staðið á milli stanganna í byrjun leiktíðar en Valur ákvað að bregðast við meiðslum Ögmundar með því að sækja Frederik Schram aftur frá Danmörku.

Kaupin á Frederik voru staðfest á dögunum og nú hefur Valur sótt annan fyrrum markvörð til baka.

Sveinn Sigurður er kominn aftur frá Vestra. Hann fór á Ísafjörð síðasta sumar en tókst aldrei að spila leik fyrir félagið vegna hásinaslits og er enn að jafna sig af þeim meiðslum.

Markvörðurinn spilaði 10 deildarleiki með Val frá 2018 til 2024, en áður lék hann með Stjörnunni, Skínanda og Fjarðabyggð.
Athugasemdir
banner