Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lopetegui að taka við landsliði Katar
Lopetegui var rekinn eftir hálft tímabil með West Ham.
Lopetegui var rekinn eftir hálft tímabil með West Ham.
Mynd: EPA
Fabrizio Romano er meðal fréttamanna sem greina frá því að spænski þjálfarinn Julen Lopetegui er að taka við landsliði Katar í fótbolta.

Hinn 58 ára gamli Lopetegui hefur meðal annars stýrt spænska landsliðinu, Real Madrid og Sevilla á ferli sínum sem þjálfari en síðustu ár hefur hann reynt fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni.

Hann reyndi fyrir sér hjá Wolves og West Ham en var rekinn frá Hömrunum í janúar.

Katar er í 55. sæti heimslistans sem stendur og er í harðri baráttu í undankeppni Asíuþjóða fyrir HM. Lopetegui tekur við af samlanda sínum Luis García sem hefur ekki átt góðu að gengi að fagna við stjórnvölinn og tapaði 3-1 gegn Kirgistan í síðasta leik.

Romano segir að Lopetegui verði kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Katar í vikunni. Hann gerir tveggja ára samning.
Athugasemdir
banner
banner