Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Toni Tipuric spilar með Sindra í sumar (Staðfest)
Toni lék 17 deildarleiki með Njarðvík þegar liðið féll úr gömlu Inkasso-deildinni 2019.
Toni lék 17 deildarleiki með Njarðvík þegar liðið féll úr gömlu Inkasso-deildinni 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Varnarmaðurinn Toni Tipuric, sem leikur ýmist sem varnartengiliður eða miðvörður, er búinn að skrifa undir samning við Sindra sem leikur í 3. deild karla. Hann gæti reynst gífurlega dýrmætur liðsstyrkur þar á bæ eftir að Sindri rétt forðaði sér frá falli úr deildinni í fyrra.

Toni kemur úr röðum NK Kamen í Króatíu, en þar áður lék hann fyrir Ægi, Dalvík/Reyni og Njarðvík í íslenska boltanum.

Hann á leiki að baki í Lengjudeildinni og 2. deild en er að prófa 3. deildina í fyrsta sinn í sumar.

Toni er 30 ára gamall og þótti mikið efni á sínum yngri árum. Hann var partur af U19 liði Bosníu í undankeppni EM 2014 en fékk ekki að spreyta sig í keppnisleik.

Toni lék 18 deildarleiki með Ægi í 2. deildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner